Innlent

Þrír létu lífið í skotárás í Kansas

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/getty
Þrír létu lífið í skotárás í Kansas í Bandaríkjunum í dag en árásin átti sér stað á samkomustað gyðinga.

Einn karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins en að sögn fjölmiðlum í Kansas mun maðurinn hafa kallað fram „Heil Hitler“ er hann var leiddur í handjárnum af vettvangi.

Inn í samkomuhúsinu voru alls 75 manns og aðallega börn þegar skotárásin átti sér stað.

John Douglass, lögreglustjórinn á svæðinu, staðfesti á blaðamannafundi að skotárásin hafi átt sér stað á bílastæði fyrir utan samkomuhúsið. Hann staðfesti einnig að ein af þeim látnu væri kvenmaður en hinir tveir karlmenn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×