Áframhaldandi vera Hönnu Birnu í embætti skaðar almannahagsmuni Hjörtur Hjartarson skrifar 31. júlí 2014 19:30 Stjórnsýslufræðingur segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætti að víkja úr embætti innanríkisráðherra. Vera hennar í embætti beri vott um vonda stjórnsýslu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantraustillögu á innanríkisráðherra þegar Alþingi kemur saman í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar átt í óformlegum viðræðum um að leggja fram vantrausttillögu á Hönnu Birnu þegar Alþingi kemur saman í næsta mánuði. Sjálf hefur Hanna Birna vísað öllum ásökunum á hendur sér á bug og ber ekki á öðru en hún hyggist sitja sem fastast þrátt fyrir þrýsting um annað úr ákveðnum áttum. Albert Guðmundsson, sagði af sér sem iðnaðarráðherra, árið 1987 vegna deilna um skattamál. Sjö árum síðar baðst Guðmundur Árni Stefánsson lausnar frá embætti félagsmálaráðherra eftir að Ríkisendurskoðun hafði gert alvarlegar athugasemdir við ákveðin embættisverk hans. Þetta eru einu tvö dæmin um að ráðherrar hafi beinlínis hrökklast úr starfi eftir lýðveldisstofnun. Dæmi eru að sjálfsögðu um að ráðherrar hafi beðist lausnar eða verið færðir til af ýmsum ástæðum en Albert og Guðmundur skera sig nokkuð úr þeim hópi. Spurningin er því; hafa íslenskir ráðherrar, nú í 70 ár, almennt verið óskeikulir í starfi eða er hefðin einfaldlega sú að standa beri af sér storminn og sitja sem fastast - sama hvað? „Já, það er hluti af þessari pólitísku menningu hér á Íslandi, það er að standa af sér ákveðinn storm. Menn líta á þetta sem storm sem líður hjá. Og þegar mönnum hefur tekist að standa af sér storm þá hafa þeir sett nýja staðla. Við það hafa þeir líka myndað ákveðið þanþol, aukið þanþol almennings fyrir því hvað er hægt og hvað er ekki hægt í íslenskum stjórnmálum,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur. Sigurbjörg telur að Hanna Birna verði að víkja úr embætti, annars er hætta á að stjórnsýslan á Íslandi skaðist. „Þetta snýr að opinberri stjórnsýslu og það að pólitískur yfirmaður sem er lýðræðislega kjörinn, neitar að víkja við þessar aðstæður, þá er hann að skaða stjórnsýsluna. Og um leið og hann er að skaða stjórnsýsluna, eins og við sjáum núna, þetta hefur áhrif á embættismenn sem við þurfum að bera mikið traust til, þá er ráðherra að skaða almannahagsmuni,“ segir Sigurbjörg.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingurEnginn af þeim þingmönnum stjórnarflokkanna sem fréttastofa ræddi við í dag vildi tjá sig um málið í dag. Framsókn vill ekki blanda sér opinberlega í embættisverk einstakra ráðherra Sjálfstæðisflokksins á þessu stigi málsins á meðan þingmenn Sjálfstæðisflokksins bíða viðbragða frá umboðsmanni alþingis eftir að hann fær svör við sínum fyrirspurnum til innanríkisráðherra. Svörin frá Hönnu Birnu fær hann í fyrramálið. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Stjórnsýslufræðingur segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætti að víkja úr embætti innanríkisráðherra. Vera hennar í embætti beri vott um vonda stjórnsýslu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantraustillögu á innanríkisráðherra þegar Alþingi kemur saman í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar átt í óformlegum viðræðum um að leggja fram vantrausttillögu á Hönnu Birnu þegar Alþingi kemur saman í næsta mánuði. Sjálf hefur Hanna Birna vísað öllum ásökunum á hendur sér á bug og ber ekki á öðru en hún hyggist sitja sem fastast þrátt fyrir þrýsting um annað úr ákveðnum áttum. Albert Guðmundsson, sagði af sér sem iðnaðarráðherra, árið 1987 vegna deilna um skattamál. Sjö árum síðar baðst Guðmundur Árni Stefánsson lausnar frá embætti félagsmálaráðherra eftir að Ríkisendurskoðun hafði gert alvarlegar athugasemdir við ákveðin embættisverk hans. Þetta eru einu tvö dæmin um að ráðherrar hafi beinlínis hrökklast úr starfi eftir lýðveldisstofnun. Dæmi eru að sjálfsögðu um að ráðherrar hafi beðist lausnar eða verið færðir til af ýmsum ástæðum en Albert og Guðmundur skera sig nokkuð úr þeim hópi. Spurningin er því; hafa íslenskir ráðherrar, nú í 70 ár, almennt verið óskeikulir í starfi eða er hefðin einfaldlega sú að standa beri af sér storminn og sitja sem fastast - sama hvað? „Já, það er hluti af þessari pólitísku menningu hér á Íslandi, það er að standa af sér ákveðinn storm. Menn líta á þetta sem storm sem líður hjá. Og þegar mönnum hefur tekist að standa af sér storm þá hafa þeir sett nýja staðla. Við það hafa þeir líka myndað ákveðið þanþol, aukið þanþol almennings fyrir því hvað er hægt og hvað er ekki hægt í íslenskum stjórnmálum,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur. Sigurbjörg telur að Hanna Birna verði að víkja úr embætti, annars er hætta á að stjórnsýslan á Íslandi skaðist. „Þetta snýr að opinberri stjórnsýslu og það að pólitískur yfirmaður sem er lýðræðislega kjörinn, neitar að víkja við þessar aðstæður, þá er hann að skaða stjórnsýsluna. Og um leið og hann er að skaða stjórnsýsluna, eins og við sjáum núna, þetta hefur áhrif á embættismenn sem við þurfum að bera mikið traust til, þá er ráðherra að skaða almannahagsmuni,“ segir Sigurbjörg.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingurEnginn af þeim þingmönnum stjórnarflokkanna sem fréttastofa ræddi við í dag vildi tjá sig um málið í dag. Framsókn vill ekki blanda sér opinberlega í embættisverk einstakra ráðherra Sjálfstæðisflokksins á þessu stigi málsins á meðan þingmenn Sjálfstæðisflokksins bíða viðbragða frá umboðsmanni alþingis eftir að hann fær svör við sínum fyrirspurnum til innanríkisráðherra. Svörin frá Hönnu Birnu fær hann í fyrramálið.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira