Sjö mörk í nágrannaslagnum - úrslit kvöldsins í enska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2014 19:30 Adam Johnson fagnar sigurmarki sínu af innlifun. Vísir/AP Christian Benteke tryggði Aston Villa 4-3 sigur í mögnuðum nágrannaslag á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en fjórir síðustu leikirnir í 23. umferðinni fóru þá fram. Manchester City komst á toppinn eftir 5-1 stórsigur á Tottenham og Adam Johnson var hetja Sunderland á móti Stoke. Chelsea tapaði sínum fyrstu stigum á árinu 2014 þegar liðið gerði markalaust jafntefli við West Ham.West Bromwich Albion komst í 0-2 á fyrstu tíu mínútum á móti Aston Villa en Villa-menn voru komnir 3-2 yfir í leiknum eftir 38 mínútna leik. WBA jafnaði aftur en það var síðan vítaspyrna frá Christian Benteke sem færði Aston Villa öll þrjú stigin.Adam Johnson skoraði eina markið á 17. mínútu þegar Sunderland vann 1-0 sigur á Stoke. Stoke missti Steven N'Zonzi af velli með sitt annað gula spjald á 54. mínútu en Stoke var engu að síður nálægt því að jafna ekki síst þegar Ryan Shawcross skallaði í slána. Sunderland komst upp úr fallsæti með þessum mikilvæga sigri.West Ham náði í mikilvægt stig á Brúnni í kvöld þegar nágrannarnir Chelsea og West Ham gerðu markalaust jafntefli. Chelsea var búið að vinna fimm deildarleiki í röð og átti möguleika að komast upp fyrir Arsenal í töflunni með tveggja marka sigri. Leikmenn West Ham börðust hetjulega allar 96 mínúturnar og fögnuðu vel unnu stigi í lokin.Manchester City er komið á toppinn eftir 5-1 sigur á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum á White Hart Lane í kvöld. Tottenham var manni færri síðustu 40 mínútur leiksins. Úrslitin réðust þó eiginlega á 50. mínútu þegar Danny Rose felldi Edin Džeko og fékk bæði rautt spjald og dæmt á sig víti sem Yaya Touré nýtti og kom City í 2-0. Tottenham tapaði fyrri leiknum 0-6 á Ethiad-leikvanginum í Manchester og endar því með markatöluna 1-11 á móti City á þessari leiktíð.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni:Aston Villa - West Bromwich 4-3 0-1 Chris Brunt (4.), 0-2 Sjálfmark (9.), 1-2 Andreas Weimann (12.), 2-2 Leandro Bacuna (24.), 3-2 Fabian Delph (37.), 3-3 Youssouf Mulumbu (43.), 4-3 Christian Benteke, víti (64.)Chelsea - West Ham 0-0Sunderland - Stoke 1-0 1-0 Adam Johnson (17.)Tottenham - Manchester City 1-5 0-1 Sergio Agüero (15.), 0-2 Yaya Touré, víti (51.), 0-3 Edin Džeko (53.), 1-3 Étienne Capoue (59.), 1-4 Stevan Jovetić (78.), 1-5 Vincent Kompany (89.) Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Christian Benteke tryggði Aston Villa 4-3 sigur í mögnuðum nágrannaslag á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en fjórir síðustu leikirnir í 23. umferðinni fóru þá fram. Manchester City komst á toppinn eftir 5-1 stórsigur á Tottenham og Adam Johnson var hetja Sunderland á móti Stoke. Chelsea tapaði sínum fyrstu stigum á árinu 2014 þegar liðið gerði markalaust jafntefli við West Ham.West Bromwich Albion komst í 0-2 á fyrstu tíu mínútum á móti Aston Villa en Villa-menn voru komnir 3-2 yfir í leiknum eftir 38 mínútna leik. WBA jafnaði aftur en það var síðan vítaspyrna frá Christian Benteke sem færði Aston Villa öll þrjú stigin.Adam Johnson skoraði eina markið á 17. mínútu þegar Sunderland vann 1-0 sigur á Stoke. Stoke missti Steven N'Zonzi af velli með sitt annað gula spjald á 54. mínútu en Stoke var engu að síður nálægt því að jafna ekki síst þegar Ryan Shawcross skallaði í slána. Sunderland komst upp úr fallsæti með þessum mikilvæga sigri.West Ham náði í mikilvægt stig á Brúnni í kvöld þegar nágrannarnir Chelsea og West Ham gerðu markalaust jafntefli. Chelsea var búið að vinna fimm deildarleiki í röð og átti möguleika að komast upp fyrir Arsenal í töflunni með tveggja marka sigri. Leikmenn West Ham börðust hetjulega allar 96 mínúturnar og fögnuðu vel unnu stigi í lokin.Manchester City er komið á toppinn eftir 5-1 sigur á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum á White Hart Lane í kvöld. Tottenham var manni færri síðustu 40 mínútur leiksins. Úrslitin réðust þó eiginlega á 50. mínútu þegar Danny Rose felldi Edin Džeko og fékk bæði rautt spjald og dæmt á sig víti sem Yaya Touré nýtti og kom City í 2-0. Tottenham tapaði fyrri leiknum 0-6 á Ethiad-leikvanginum í Manchester og endar því með markatöluna 1-11 á móti City á þessari leiktíð.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni:Aston Villa - West Bromwich 4-3 0-1 Chris Brunt (4.), 0-2 Sjálfmark (9.), 1-2 Andreas Weimann (12.), 2-2 Leandro Bacuna (24.), 3-2 Fabian Delph (37.), 3-3 Youssouf Mulumbu (43.), 4-3 Christian Benteke, víti (64.)Chelsea - West Ham 0-0Sunderland - Stoke 1-0 1-0 Adam Johnson (17.)Tottenham - Manchester City 1-5 0-1 Sergio Agüero (15.), 0-2 Yaya Touré, víti (51.), 0-3 Edin Džeko (53.), 1-3 Étienne Capoue (59.), 1-4 Stevan Jovetić (78.), 1-5 Vincent Kompany (89.)
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti