Manstu eftir þessari ótrúlegu endurkomu FH-inga? | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2014 13:15 Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld með leik FH og Breiðabliks í Kaplakrika en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikir liðanna hafa oft verið mjög skemmtilegir í gegnum árin en einn sá allra besti fór fram á Kópavogsvelli fyrir fimm árum þegar FH vann Breiðablik, 3-2, í mögnuðum fótboltaleik. Bæði lið voru stútfull af verðandi atvinnu- og landsliðsmönnum. Tíu af þeim 22 leikmönnum sem byrjuðu leikinn áttu eftir að fara í atvinnumennsku og einn þeirra, Tryggvi Guðmundsson, var fyrir nokkrum árum kominn heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku. Breiðablik komst í 2-0 með mörkum Guðmundar Kristjánssonar (nú í Start) og Alfreðs Finnbogasonar, núverandi leikmanns Heerenveen og markakóngs hollensku úrvalsdeildarinnar. Alfreð gat gert út um leikinn á 72. mínútu þegar hann slapp einn í gegn en Daði Lárusson varði frá honum við litla hrifningu Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Breiðabliks. Þetta klúður reyndist dýrt því skömmu síðar minnkaði FH muninn í 2-1 með marki Matthíasar Vilhjálmssonar eftir fyrirgjöf Hjartar Loga Valgarðssonar. Báðir leika sem atvinnumenn í Noregi í dag. Matthías með Start og Hjörtur með Sogndal. Fjórum mínútum síðar varð Guðmann Þórisson, núverandi leikmaður Mjällby í Svíþjóð, fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og jafna metin en Guðmann lék einmitt með FH síðasta sumar og stóð sig frábærlega. Dramatíkinni var ekki lokið því á fjórðu mínútu í uppbótartíma skoraði Norðmaðurinn Alexander Söderlund sigurmarkið eftir aðra fyrirgjöf Hjartar Loga. Söderlund afgreiddi boltann með fallegu skotin í slána og inn en hann gerði ekki mikið meira þetta sumarið. Söderlund átti eftir að gera það gott með Haugasundi og komast í norska landsliðið en hann er nú framherji Rosenborgar, stærsta félags Noregs. Í spilaranum hér að ofan má sjá það helsta úr þessum skemmtilega leik en það er Arnar Björsson sem lýsir. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsimörkin í læstri dagskrá | Styttri útgáfa í opinni daginn eftir Pepsimörkin, markaþáttur Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, verður í læstri dagskrá á Stöð 2 Sport í sumar en boðið verður upp á styttri útgáfu á Stöð 2 og Vísi í opinni dagskrá, daginn eftir frumsýningu. 5. maí 2014 12:30 Blikar ekki unnið í Krikanum í efstu deild í 19 ár FH og Breiðablik mætast í kvöld í stórleik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var færður af Kópavogsvelli og yfir í Krikann en þar hefur Blikum ekkert gengið undanfarin ár. 5. maí 2014 12:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld með leik FH og Breiðabliks í Kaplakrika en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikir liðanna hafa oft verið mjög skemmtilegir í gegnum árin en einn sá allra besti fór fram á Kópavogsvelli fyrir fimm árum þegar FH vann Breiðablik, 3-2, í mögnuðum fótboltaleik. Bæði lið voru stútfull af verðandi atvinnu- og landsliðsmönnum. Tíu af þeim 22 leikmönnum sem byrjuðu leikinn áttu eftir að fara í atvinnumennsku og einn þeirra, Tryggvi Guðmundsson, var fyrir nokkrum árum kominn heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku. Breiðablik komst í 2-0 með mörkum Guðmundar Kristjánssonar (nú í Start) og Alfreðs Finnbogasonar, núverandi leikmanns Heerenveen og markakóngs hollensku úrvalsdeildarinnar. Alfreð gat gert út um leikinn á 72. mínútu þegar hann slapp einn í gegn en Daði Lárusson varði frá honum við litla hrifningu Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Breiðabliks. Þetta klúður reyndist dýrt því skömmu síðar minnkaði FH muninn í 2-1 með marki Matthíasar Vilhjálmssonar eftir fyrirgjöf Hjartar Loga Valgarðssonar. Báðir leika sem atvinnumenn í Noregi í dag. Matthías með Start og Hjörtur með Sogndal. Fjórum mínútum síðar varð Guðmann Þórisson, núverandi leikmaður Mjällby í Svíþjóð, fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og jafna metin en Guðmann lék einmitt með FH síðasta sumar og stóð sig frábærlega. Dramatíkinni var ekki lokið því á fjórðu mínútu í uppbótartíma skoraði Norðmaðurinn Alexander Söderlund sigurmarkið eftir aðra fyrirgjöf Hjartar Loga. Söderlund afgreiddi boltann með fallegu skotin í slána og inn en hann gerði ekki mikið meira þetta sumarið. Söderlund átti eftir að gera það gott með Haugasundi og komast í norska landsliðið en hann er nú framherji Rosenborgar, stærsta félags Noregs. Í spilaranum hér að ofan má sjá það helsta úr þessum skemmtilega leik en það er Arnar Björsson sem lýsir.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsimörkin í læstri dagskrá | Styttri útgáfa í opinni daginn eftir Pepsimörkin, markaþáttur Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, verður í læstri dagskrá á Stöð 2 Sport í sumar en boðið verður upp á styttri útgáfu á Stöð 2 og Vísi í opinni dagskrá, daginn eftir frumsýningu. 5. maí 2014 12:30 Blikar ekki unnið í Krikanum í efstu deild í 19 ár FH og Breiðablik mætast í kvöld í stórleik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var færður af Kópavogsvelli og yfir í Krikann en þar hefur Blikum ekkert gengið undanfarin ár. 5. maí 2014 12:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Pepsimörkin í læstri dagskrá | Styttri útgáfa í opinni daginn eftir Pepsimörkin, markaþáttur Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, verður í læstri dagskrá á Stöð 2 Sport í sumar en boðið verður upp á styttri útgáfu á Stöð 2 og Vísi í opinni dagskrá, daginn eftir frumsýningu. 5. maí 2014 12:30
Blikar ekki unnið í Krikanum í efstu deild í 19 ár FH og Breiðablik mætast í kvöld í stórleik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var færður af Kópavogsvelli og yfir í Krikann en þar hefur Blikum ekkert gengið undanfarin ár. 5. maí 2014 12:00