Manchester City er með pálmann í höndunum í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir að Liverpool náði aðeins 3-3 jafntefli á móti Crystal Palace á Selhurst Park í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Það má sjö öll mörkin í leiknum með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.
Liverpool komst í 3-0 í leiknum og ekki leit út fyrir annað en að stigin þrjú væru í höfn en Liverpool fékk á sig þrjú mörk á lokamínútunum og henti frá sér sigurinn.
Liverpool hefur þar með 81 stig eða einu stigi meira en Manchester City sem á leik inni á móti Aston Villa á miðvikudagskvöldið. City er auk þess með betri markatölu og vantar því í raun fjögur stig út úr síðustu tveimur leikjum sínum til þess að tryggja sér titilinn,
Joe Allen kom Liverpool í 1-0 með skalla á 18. mínútu eftir hornspyrnu Steven Gerrard en þetta var fyrsta deildarmark Allen fyrir Liverpool-liðið.
Liverpool skoraði síðan tvö mörk á tveimur mínútum í upphafi seinni hálfleiks. Daniel Sturridge skoraði það fyrra á 53. mínútu eftir frábæra sendingu fram völlinn hjá Steven Gerrard en það seinna skoraði Luis Suarez á 55. mínútu eftir samvinnu við Raheem Sterling.
Það leit út fyrir að Liverpool ætlaði að fara að bæta markatölu sína en annað kom á daginn því Crystal Palace skoraði tvö mörk með þriggja mínútna millibili á lokamínútum leiksins.
Það fyrra skoraði Damien Delaney með langskoti sem fór af varnarmanni og inn á 78. mínútu en það síðara skoraði Dwight Gayle eftir skyndisókn á 81. mínútu.
Dwight Gayle jafnaði síðan metin á 88. mínútu og reyndist því heldur betur örlagavaldur Liverpool í baráttunni um enska meistaratitilinn.
Liverpool missti niður 3-0 forystu og kastaði frá sér titlinum - myndband
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið


Dagný kveður West Ham með tárin í augunum
Enski boltinn


Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni?
Íslenski boltinn

Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður
Íslenski boltinn

Blikarnir hoppuðu út í á
Fótbolti




„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn