Enski boltinn

Samir Nasri: Ég elska Crystal Palace svo mikið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Samir Nasri, franski miðjumaðurinn hjá Manchester City, var kátur eftir að Liverpool missti niður unninn leik á Selhurst Park í kvöld en fyrir vikið er City-liðið í dauðafæri að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn í annað skiptið á þremur árum.

„Þvílíkur leikur, þvílík deild. Ég elska Crystal Palace svo mikið. Nú er það undir okkur komið að klára okkar verkefni," skrifaði Samir Nasri inn á twitter-síðu sína í kvöld.

Liverpool náði með þessu 3-3 jafntefli við Crystal Palace eins stigs forskoti á Manchester City en City-menn eiga eftir tvo heimaleiki þar sem liðinu nægir í raun bara fjögur stig því liðið er með mun betri markatölu en Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×