Enski boltinn

Cazorla ekki með gegn Liverpool í bikarnum

Santi Cazorla veiktist eftir markalausa jafnteflið gegn Manchester United.
Santi Cazorla veiktist eftir markalausa jafnteflið gegn Manchester United. Vísir/Getty
Spánverjinn Santi Cazorla verður ekki með Arsenal gegn Liverpool í bikarnum um helgina.

Tveir stórleikir fara fram í 5. umferð enska bikarsins um helgina en þar mætast innbyrðis fjögur efstu lið úrvalsdeildarinnar.

Arsenal og Liverpool eigast við á sunnudaginn en Cazorla, sem spilaði 90 mínútur gegn Man. Utd á miðvikudaginn, verður ekki með vegna veikinda.

„Við fáum aðeins einn leikmann til baka og það er Flamini. Hann ætti að vera ferskur. Cazorla liggur veikur upp í rúmi og verður ekki með,“ sagði ArseneWenger á blaðamannafundi í dag.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Arsenal þessa dagana en liðið mætir Bayern München í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn.

„Mun ég hvíla einhvern um helgina, tvo til þrjá leikmenn? Ég hef ekki ákveðið mig. Það sem við einblínum á núna er að vinna leikinn um helgina,“ sagði Arsene Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×