Enski boltinn

Gylfi leikfær á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty
Tim Sherwood, knattspyrnustjóri Tottenham, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Gylfi Þór Sigurðsson ætti möguleika á að spila með liðinu á morgun.

Gylfi Þór hefur misst af undanförnum leikjum vegna ökklameiðsla en á nú möguleika á að koma aftur inn í leikmannahóp liðsins fyrir leikinn gegn Crystal Palace á morgun.

Andros Townsend, Lewis Holtby og Jermain Defoe gætu einnig komið við sögu á morgun eftir að hafa glímt við meiðsli, að sögn Townsend.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×