Enski boltinn

Savage telur að United eigi að losa sig við tólf leikmenn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs á að leggja skóna á hilluna að mati Robbie Savage.
Ryan Giggs á að leggja skóna á hilluna að mati Robbie Savage. Mynd/NordicPhotos/Getty
Robbie Savage, knattspyrnusérfræðingur BBC, skrifar pistil um Manchester United á heimasíðu BBC í dag en þar kallar hann á miklar breytingar í leikmannamálum félagsins.

Manchester United tapaði sínum þriðja leik í röð í vikunni og er nánast búið að missa af lestinni í baráttunni um enska meistaratitilinn enda nú ellefu stigum á eftir toppliði Arsenal.

Robbie Savage mælir með því að Manchester United losi sig við alls tólf leikmenn og telur að félagið þurfi að eyða tvö hundruð milljón pundum í nýja leikmenn til að komast aftur á þann stall sem félagið hefur verið undanfarna áratugi.

Robbie Savage vill að Manchester United losi sig við varnarmennina Chris Smalling, Alexander Buttner, Fabio og Rio Ferdinand, miðjumennina Marouane Fellaini, Anderson, Ryan Giggs, Nani, Ashley Young, Tom Cleverley og Antonio Valencia og svo sóknarmanninn Javier Hernandez.

Þeir leikmenn sem eiga sér framtíð hjá Manchester United að mati Robbie Savage eru: David De Gea, Anders Lindegaard, Nemanja Vidic, Patrice Evra, Rafael, Jonny Evans, Phil Jones, Michael Carrick, Darren Fletcher, Shinji Kagawa, Wilfried Zaha, Adnan Januzaj, Wayne Rooney, Robin van Persie og Danny Welbeck.

Það er hægt að lesa pistil Robbie Savage með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×