Kærastinn hljóp inn í alelda íbúð til að bjarga tengdamömmu Jón Júlíus Karlsson skrifar 10. janúar 2014 19:43 Fjölskylda slapp naumlega þegar að eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í Árbæ í nótt. Maður um tvítugt vann ótrúlegt björgunarafrek þegar hann óð aftur inn í alelda íbúð til að bjarga tengdamóður sinni og heimilisdýrum. Íbúðin er gjörónýt. Sex voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Hraunbæ 30 í nótt. Enginn slasaðist alvarlega og voru allir útskrifaðir eftir læknisskoðun. Slökkvilið var fljótt á staðinn og skipti það sköpum. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. „Það var mjög mikil hætta á ferðum og alveg ótrúlegt að allt fólkið skyldi komast út miðað við hversu illa íbúðin er farin,“ sagði Magnús Kristófersson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Bjargaði tengdamóður og hundi Grunur leikur á að eldur hafi kviknað út frá kerti sem logaði við inngang íbúðarinnar. Eldurinn breiddist hratt út og náðu íbúarnir að komast út við krappan leik. Sædís Alma Snæbjörnsdóttir býr í íbúðinni sem varð eldi að bráð í nótt. Hún ásamt kærasta sínum og litlu frænku sinni komust út úr íbúðinni en móðir hennar varð eftir. Unnustinn sýndi mikla hetjudáð og óð aftur inn í alelda íbúðina til að bjarga tengdamóður sinni og heimilisdýrum. Honum tókst að bjarga hundi fjölskyldunnar en sömu sögu er því miður ekki hægt að segja af heimiliskettinum. „Kærastinn minn hljóp aftur inn í gegnum alelda hurðina og nær í mömmum mína og hundinn,“ sagði Sædís Alda. Hún var miður sín þegar fréttastofa náði tali af henni í dag. Hún segir íbúðina gjörónýta eftir brunann.Allt horfið „Það er all horfið inni í íbúðinni. Ég á að eiga eftir minna en mánuð og var búin að kaupa allt fyrir barnið. Það er allt ónýtt,“ segir Sædís. „Það er ekki gaman að vakna og sjá íbúðina alelda. Hitinn þarna inni, ég sá ekki neitt.“ Sædís varar fólk við því að hafa kerti logandi án eftirlits. „Ég vil hvetja alla til þess að hafa ekki kveikt á kertum, lítið kerti getur kveikt í heilli íbúð.“ Tengdar fréttir „Þurftu að stökkva í gegnum eldinn til að komast út“ „Ég vaknaði við öskur og læti frammi á gangi og það var verið að berja á hurðina. Þegar ég opnaði fram mætti mér reykur,“ segir íbúi við Hraunbæ 30. 10. janúar 2014 09:57 Kasólétt missti allt í brunanum "Ég á að eiga eftir minna en mánuð og það er allt horfið; fötin, barnarúmið, skiptiborðið - bara allt,“ segir Sædís Alma Sæbjörnsdóttir, sem slapp naumlega út úr brennandi íbúð í Hraunbæ 30 í nótt. 10. janúar 2014 14:48 Húsbruninn í Hraunbæ: Safnað fyrir Sædísi Samtökin Hjálparsamtök Íslendinga hafa hafið söfnun til stuðnings Sædísi Ölmu Sæbjörnsdóttur, nítján ára stúlku sem missti allt í húsbruna í Hraunbæ síðustu nótt. 10. janúar 2014 19:26 Sluppu naumlega úr eldsvoða í Hraunbæ Kona og fimm ára dótturdóttir hennar sluppu ómeiddar út úr brennandi íbúð á annari hæð í fjölbýlishúsi við Hraunbæ á þriðja tímanum í nótt. 10. janúar 2014 09:31 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Fjölskylda slapp naumlega þegar að eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í Árbæ í nótt. Maður um tvítugt vann ótrúlegt björgunarafrek þegar hann óð aftur inn í alelda íbúð til að bjarga tengdamóður sinni og heimilisdýrum. Íbúðin er gjörónýt. Sex voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Hraunbæ 30 í nótt. Enginn slasaðist alvarlega og voru allir útskrifaðir eftir læknisskoðun. Slökkvilið var fljótt á staðinn og skipti það sköpum. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. „Það var mjög mikil hætta á ferðum og alveg ótrúlegt að allt fólkið skyldi komast út miðað við hversu illa íbúðin er farin,“ sagði Magnús Kristófersson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Bjargaði tengdamóður og hundi Grunur leikur á að eldur hafi kviknað út frá kerti sem logaði við inngang íbúðarinnar. Eldurinn breiddist hratt út og náðu íbúarnir að komast út við krappan leik. Sædís Alma Snæbjörnsdóttir býr í íbúðinni sem varð eldi að bráð í nótt. Hún ásamt kærasta sínum og litlu frænku sinni komust út úr íbúðinni en móðir hennar varð eftir. Unnustinn sýndi mikla hetjudáð og óð aftur inn í alelda íbúðina til að bjarga tengdamóður sinni og heimilisdýrum. Honum tókst að bjarga hundi fjölskyldunnar en sömu sögu er því miður ekki hægt að segja af heimiliskettinum. „Kærastinn minn hljóp aftur inn í gegnum alelda hurðina og nær í mömmum mína og hundinn,“ sagði Sædís Alda. Hún var miður sín þegar fréttastofa náði tali af henni í dag. Hún segir íbúðina gjörónýta eftir brunann.Allt horfið „Það er all horfið inni í íbúðinni. Ég á að eiga eftir minna en mánuð og var búin að kaupa allt fyrir barnið. Það er allt ónýtt,“ segir Sædís. „Það er ekki gaman að vakna og sjá íbúðina alelda. Hitinn þarna inni, ég sá ekki neitt.“ Sædís varar fólk við því að hafa kerti logandi án eftirlits. „Ég vil hvetja alla til þess að hafa ekki kveikt á kertum, lítið kerti getur kveikt í heilli íbúð.“
Tengdar fréttir „Þurftu að stökkva í gegnum eldinn til að komast út“ „Ég vaknaði við öskur og læti frammi á gangi og það var verið að berja á hurðina. Þegar ég opnaði fram mætti mér reykur,“ segir íbúi við Hraunbæ 30. 10. janúar 2014 09:57 Kasólétt missti allt í brunanum "Ég á að eiga eftir minna en mánuð og það er allt horfið; fötin, barnarúmið, skiptiborðið - bara allt,“ segir Sædís Alma Sæbjörnsdóttir, sem slapp naumlega út úr brennandi íbúð í Hraunbæ 30 í nótt. 10. janúar 2014 14:48 Húsbruninn í Hraunbæ: Safnað fyrir Sædísi Samtökin Hjálparsamtök Íslendinga hafa hafið söfnun til stuðnings Sædísi Ölmu Sæbjörnsdóttur, nítján ára stúlku sem missti allt í húsbruna í Hraunbæ síðustu nótt. 10. janúar 2014 19:26 Sluppu naumlega úr eldsvoða í Hraunbæ Kona og fimm ára dótturdóttir hennar sluppu ómeiddar út úr brennandi íbúð á annari hæð í fjölbýlishúsi við Hraunbæ á þriðja tímanum í nótt. 10. janúar 2014 09:31 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Þurftu að stökkva í gegnum eldinn til að komast út“ „Ég vaknaði við öskur og læti frammi á gangi og það var verið að berja á hurðina. Þegar ég opnaði fram mætti mér reykur,“ segir íbúi við Hraunbæ 30. 10. janúar 2014 09:57
Kasólétt missti allt í brunanum "Ég á að eiga eftir minna en mánuð og það er allt horfið; fötin, barnarúmið, skiptiborðið - bara allt,“ segir Sædís Alma Sæbjörnsdóttir, sem slapp naumlega út úr brennandi íbúð í Hraunbæ 30 í nótt. 10. janúar 2014 14:48
Húsbruninn í Hraunbæ: Safnað fyrir Sædísi Samtökin Hjálparsamtök Íslendinga hafa hafið söfnun til stuðnings Sædísi Ölmu Sæbjörnsdóttur, nítján ára stúlku sem missti allt í húsbruna í Hraunbæ síðustu nótt. 10. janúar 2014 19:26
Sluppu naumlega úr eldsvoða í Hraunbæ Kona og fimm ára dótturdóttir hennar sluppu ómeiddar út úr brennandi íbúð á annari hæð í fjölbýlishúsi við Hraunbæ á þriðja tímanum í nótt. 10. janúar 2014 09:31