Innlent

Húsbruninn í Hraunbæ: Safnað fyrir Sædísi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Sædís Alma missti allt sitt í brunanum.
Sædís Alma missti allt sitt í brunanum.
Samtökin Hjálparsamtök Íslendinga hafa hafið söfnun til stuðnings Sædísi Ölmu Sæbjörnsdóttur, nítján ára stúlku sem missti allt í húsbruna í Hraunbæ síðustu nótt.

„Þetta hreyfði bara við mér,“ segir Róbert Guðmundsson, formaður samtakanna, í samtali við Vísi. Hann hafði samband við Sædísi í dag og bauðst til að hjálpa. „Þetta er hræðilegur atburður sem enginn á að þurfa að lenda í og mjög sorglegt, eins og reyndar allir svona atburðir þar sem fólk missir sitt,“ segir Róbert.

„Ég á að eiga eftir minna en mánuð og það er allt horfið; fötin, barnarúmið, skiptiborðið - bara allt,“ sagði Sædís í kvöldfréttum Stöðvar 2, en hún á von á sínu fyrsta barni.

Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á reikningsnúmer Sædísar: 0319-26-087659, kt. 211294-2489. Þeir sem vilja gefa barnaföt eða annað eru hvattir til að hafa samband við Hjálparsamtök Íslendinga.


Tengdar fréttir

Kasólétt missti allt í brunanum

"Ég á að eiga eftir minna en mánuð og það er allt horfið; fötin, barnarúmið, skiptiborðið - bara allt,“ segir Sædís Alma Sæbjörnsdóttir, sem slapp naumlega út úr brennandi íbúð í Hraunbæ 30 í nótt.

Sluppu naumlega úr eldsvoða í Hraunbæ

Kona og fimm ára dótturdóttir hennar sluppu ómeiddar út úr brennandi íbúð á annari hæð í fjölbýlishúsi við Hraunbæ á þriðja tímanum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×