Enski boltinn

Cleverley: Sárt að sitja undir þessari gagnrýni

Það gengur ekki nógu vel hjá Englandsmeisturunum þessa dagana.
Það gengur ekki nógu vel hjá Englandsmeisturunum þessa dagana. Vísir/Getty
Tom Cleverley, miðjumanni Manchester United, finnst hann vera gerður að blóraböggli fyrir slæmu gengi liðsins á tímabilinu.

Manchester United gerði 2-2 jafntefli við botnlið Fulham á sunnudaginn og er nú níu stigum frá Meistaradeildarsæti.

Liðið hefur verið harðlega gagnrýnt úr öllum áttum en Cleverley finnst stórum hluta gagnrýninnar vera beint að sér.

„Það var sárt fyrst þegar fólk byrjaði að benda á mig. En þetta er bara eitthvað sem maður þarf að læra takast á við þegar liðinu gengur ekki nógu vel,“ segir Cleverley í viðtali við Mirror.

„Það sjá ekki allir hvað ég geri á vellinum. Ég er ekki leikmaður sem fer framhjá þremur til fjórum andstæðingum og negli boltanum í samskeytin eða hleyp út um allt og tækla menn eins og Roy Keane.“

„Ég væri til í að stuðningsmennirnir væru í mínu bandi því það er sárt að sitja undir þessu hjá félagi sem maður ólst upp hjá og elskar jafnmikið og stuðningsmennirnir,“ segir Tom Cleverley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×