Enski boltinn

Aron Einar út í kuldanum þegar Cardiff gerði markalaust jafntefli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fraizer Campbell fékk færi til að koma Cardiff yfir.
Fraizer Campbell fékk færi til að koma Cardiff yfir. Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var ekki í hópnum hjá Ole Gunnari Solskjær þegar Cardiff City gerði markalaust jafntefli við Aston Villa í 26. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Cardiff-liðið áttu tvö stangarskot í fyrri hálfleiknum, fyrst Fraizer Campbell á 14. mínútu og svo Craig Noone aðeins mínútu síðar. Cardiff var betra liðið í fyrri hálfleik en liðsmenn Aston Villa ógnuðu mun meira í þeim síðari.

Leikurinn opnaðist mikið á lokamínútunum og fengu þá bæði lið fín tækifæri til að tryggja sér öll stigin. Hvorugu liðinu tókst hinsvegar að skora og bæði sá á eftir tveimur mikilvægum stigum í fallbaráttunni.

David Marshall, markvörður Cardiff City, varði tvisvar mjög vel frá sóknarmönnum Aston Villa í seinni hálfleiknum og bjargaði með því stigi en þetta dugir Cardiff þó ekki til að komst upp úr fallsæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×