Enski boltinn

Messan: Má skrifa bæði mörkin á Vidic

Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Man. Utd í vetur undir stjórn David Moyes og strákarnir í Messunni höfðu ýmislegt að segja um stöðu mála á Old Trafford.

"Það sem hefur valdið mér mestum vonbrigðum með David Moyes er að hann hefur ekki náð að setja sitt mark á liðið. Ég hélt að hann myndi aðeins hrista upp í liðinu," sagði Arnar Gunnlaugsson.

"Ef lið ætlar að senda svona mikið fyrir þá verða að vera öflugir skallamenn í teignum og miðjumenn sem fylgja með til að fylla upp í teiginn. Það er ekki að gerast. Nú er fótboltinn orðinn fyrirsjáanlegur hjá liðinu. Svo er sorglegt að sjá menn eins og Nemanja Vidic sem er á síðasta snúning. Hann átti bæði mörkin gegn Fulham."

Man. Utd setti met í fyrirgjöfum í leiknum gegn Fulham en það skilaði nákvæmlega engu.

Sjá má umræðu Messunnar um Man. Utd hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×