Enski boltinn

Messan: Einn fullkomnasti leikur Liverpool í 15 til 20 ár

Frammistaða Liverpool gegn Arsenal um síðustu helgi var algjörlega mögnuð og verður lengi í minnum höfð. Drengir Rodgers heilluðu Messumenn.

"Ég held að þetta hafi verið einn fullkomnasti leikur Liverpool á Anfield í ein 15 til 20 ár," sagði Arnar Gunnlaugsson um frammistöðu Liverpool gegn Arsenal.

"Það var yndislegt að horfa á þetta. Þetta var total football. Arsenal mætti aftur á móti ekki til leiks. Lykilmenn fjarverandi og Özil úti að skíta."

Hjörvar Hafliðason var einnig mjög hrifinn af liðinu og hlusta má á umræður um leikinn og sjá mörkin hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×