Stærsta farþegaflugvél heims, Airbus A380 frá British Airways, neyðarlenti á Keflavíkurflugvelli vegna veikinda farþega í vélinni nú rétt í þessu. Maðurinn hefur verið fluttur á sjúkrahús. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu.
Vélin er gífurlega stór og tekur mest 850 farþega.Hún er með fjóra hreyfla og vænghafið er 80 metrar.
