Mourinho: Fjölmiðlar ættu að skammast sín Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2014 13:37 Vísir/Getty Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tjáði sig um ummæli sem franska sjónvarpsstöðin Canal Plus birti í gær og fengið hefur mikla umfjöllun í fjölmiðlum ytra. Ummælin lét Mourinho falla í einkasamtali við forstjóra svissnesks úraframleiðanda á viðburði í síðustu viku. Mourinho vissi ekki að ummælin myndu rata í fjölmiðla. Meðal þess sem hann sagði var að hann væri í vandræðum með sóknarmenn sína og gantaðist með að Samuel Eto'o væri ef til vill eldri en talið væri. „Mér finnst að sem fjölmiðlafólk ættuð þið að skammast ykkar því það fer gegn siðferði ykkar að birta ummæli sem voru tekin úr einkasamtali,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi í dag. „Ég er ekki að verja það sem ég sagði. Ég er að gagnrýna eitthvað sem kemur úr ykkar faglega umhverfi.“ „Þessi ummæli voru ekki góð og ég myndi aldrei láta þetta frá mér á opinberum vettvangi. Í fyrsta lagi vegna þess að ég grínast aldrei með svona lagað. Í öðru lagi þá tilheyri ég þeim hópi knattspyrnustjóra sem koma leikmönnum sínum til varnar.“ „Þriðja ástæðan er sú að Samuel Eto'o er Samuel Eto'o. Hann hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum. Hann var í liðinu mínu þegar ég átti mitt besta tímabil á ferlinum.“ „Þetta var skondið samtal á milli mín og einhvers sem er ekki í knattspyrnuheiminum. Það er algjört hneyksli að einhver hafi verið að taka upp einkasamtal okkar.“ Fótbolti Tengdar fréttir Mourinho: Kannski er Eto'o 35 ára - hver veit? Franska sjónvarpsstöðin Canal Plus tók upp samtal Jose Mourinho við svissneskan úraframleiðanda og birti í gær. 25. febrúar 2014 10:00 Mourinho: Falcao á ekki að spila í Mónakó Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur gefið til kynna að hann vilji fá Kólumbíumanninn Falcao til að leysa framherjavandræði liðsins. 24. febrúar 2014 10:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tjáði sig um ummæli sem franska sjónvarpsstöðin Canal Plus birti í gær og fengið hefur mikla umfjöllun í fjölmiðlum ytra. Ummælin lét Mourinho falla í einkasamtali við forstjóra svissnesks úraframleiðanda á viðburði í síðustu viku. Mourinho vissi ekki að ummælin myndu rata í fjölmiðla. Meðal þess sem hann sagði var að hann væri í vandræðum með sóknarmenn sína og gantaðist með að Samuel Eto'o væri ef til vill eldri en talið væri. „Mér finnst að sem fjölmiðlafólk ættuð þið að skammast ykkar því það fer gegn siðferði ykkar að birta ummæli sem voru tekin úr einkasamtali,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi í dag. „Ég er ekki að verja það sem ég sagði. Ég er að gagnrýna eitthvað sem kemur úr ykkar faglega umhverfi.“ „Þessi ummæli voru ekki góð og ég myndi aldrei láta þetta frá mér á opinberum vettvangi. Í fyrsta lagi vegna þess að ég grínast aldrei með svona lagað. Í öðru lagi þá tilheyri ég þeim hópi knattspyrnustjóra sem koma leikmönnum sínum til varnar.“ „Þriðja ástæðan er sú að Samuel Eto'o er Samuel Eto'o. Hann hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum. Hann var í liðinu mínu þegar ég átti mitt besta tímabil á ferlinum.“ „Þetta var skondið samtal á milli mín og einhvers sem er ekki í knattspyrnuheiminum. Það er algjört hneyksli að einhver hafi verið að taka upp einkasamtal okkar.“
Fótbolti Tengdar fréttir Mourinho: Kannski er Eto'o 35 ára - hver veit? Franska sjónvarpsstöðin Canal Plus tók upp samtal Jose Mourinho við svissneskan úraframleiðanda og birti í gær. 25. febrúar 2014 10:00 Mourinho: Falcao á ekki að spila í Mónakó Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur gefið til kynna að hann vilji fá Kólumbíumanninn Falcao til að leysa framherjavandræði liðsins. 24. febrúar 2014 10:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Sjá meira
Mourinho: Kannski er Eto'o 35 ára - hver veit? Franska sjónvarpsstöðin Canal Plus tók upp samtal Jose Mourinho við svissneskan úraframleiðanda og birti í gær. 25. febrúar 2014 10:00
Mourinho: Falcao á ekki að spila í Mónakó Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur gefið til kynna að hann vilji fá Kólumbíumanninn Falcao til að leysa framherjavandræði liðsins. 24. febrúar 2014 10:00