Enski boltinn

Solskjær: Okkar maður fer í bann en Touré sleppur

Craig Bellamy fékk rautt gegn Swansea.
Craig Bellamy fékk rautt gegn Swansea. Vísir/Getty
Ole Gunnar Solskjær er óánægður með vinnbrögð enska knattspyrnusambandsins.

Hann er ekki sáttur við að Craig Bellamy hafi fengið þriggja leikja bann fyrir að leggja hendur á Jonathan de Guzman, leikmann Swansea, á sama tíma og Yaya Touré kemst upp með að sparka í liggjandi andstæðing.

Bellamy kom aftan að Guzman í nágrannaslag Cardiff og Wales í úrvalsdeildinni á dögunum og rak olnbogann í hnakka Hollendingsins.

Hann fékk fyrir það þriggja leikja bann sem hann byrjaði að taka út í markalausa jafnteflinu gegn Aston Villa í gærkvöldi. Bellamy missir ennfremur af leikjum liðsins gegn Wigan í bikarnum um helgina og deildarleik gegn Hull.

„Það sjá allir að hér mikið ósamræmi í ákvörðunum sambandsins. Annar leikmaðurinn fær þriggja leikja bann en hinn kemst upp með það sem hann gerði,“ sagði Solskjær við blaðamenn eftir leikinn gegn Villa í gærkvöldi.

Bellamy verður seint talinn prúðasti leikmaður heims og finnst Norðmanninum hann fá ósanngjarna meðferð vegna orðspors síns.

„Craig er háklassa atvinnumaður en orðspor hans gerir honum óleik. Þetta er bara smá samstuð en ekkert ofbeldi. En við verðum bara sætta okkur við þetta. Craig verður klár í leikinn gegn Tottenham. Okkur finnst þetta samt röng ákvörðun,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×