Sjö leikir í Lautinni lyftu Fylki úr fallbaráttu í Evrópuslag Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. ágúst 2014 12:45 Fylkismenn unnu fjóra leiki af sjö. vísir/pjetur Annað árið í röð er Fylkir að bjarga andliti í seinni umferðinni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu og rúmlega það. Í fyrra var liðið í fallsæti eftir ellefu umferðir, en var svo eitt besta lið deildarinnar í seinni hlutanum. Svipaðir hlutir eru að gerast í Lautinni á þessari leiktíð, en Fylkir hefur verið á miklum skriði í undanförnum leikjum og rakað saman stigum. Það er nú komið langt frá fallsæti og farið að berjast um Evrópusæti. Fylkismenn horfðu hýru auga til sjö leikja í röð á heimavelli, en mótið raðaðist þannig upp fyrir Árbæjarliðið eftir erfiða byrjun þar sem Fylkismenn gátu ekki spilað á heimavelli vegna vallaraðstæðna.Ásmundur Arnarsson er annað árið í röð að gera mun betri hluti með Fylkisliðið í seinni umferðinni.vísir/pjeturHeimaleikjatörnin hófst með sigri á Fram, 2-0, en því fylgdu töp gegn langbestu liðum deildarinnar; Stjörnunni og FH. Síðan þá hefur Fylkir ekki tapað leik. Fylkismenn fengu Albert Brynjar Ingason aftur heim sem spilaði endurkomuleikinn á móti ÍBV og skoraði í 3-1 sigri liðsins. Hann skoraði svo mark Fylkis í 1-1 jafntefli gegn Víkingi í umferðinni á eftir því og tvö í öruggum 4-1 sigri á Þór í síðustu viku. Albert Brynjar var ekki á skotskónum í gær, en mörk frá ÁsgeiriEyþórssyni og Oddi Inga Guðmundssyni tryggðu sigurinn á bitlausu liði Vals, 2-0. Í heildina er Fylkir búið að næla í tíu stig af síðustu tólf mögulegum og þrettán stig af 21 sem í boði voru í þessum sjö heimaleikjum. Liðið er nú með 21 stig, fimm stigum frá Víkingum sem eru í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar, en það mun væntanlega á endanum gefa Evrópusæti.vísir/pjeturÞessi uppsveifla Fylkis er keimlík þeirri í fyrra, en þá var liðið með frábæran framherja í Viðari Erni Kjartanssyni og Andrés Már Jóhannesson komst í gang um mitt mót eftir meiðsli. Andrés hefur verið mjög góður í síðustu leikjum og þá hefur endurkoma FinnsÓlafssonar gert mikið fyrir Fylkismenn. Fylkir kveður nú lautina og spilar aftur útileik í næstu umferð þegar það mætir Breiðablik á útivelli, en liðið mætir einig Keflavík, Fjölni og Fram í síðustu umferðunum auk bikarmeisturum KR. Dauðafæri á enn meiri stigasöfnun og afar óvæntu Evrópusæti. Stig Fylkis fyrir heimaleikjarispuna: 8 (2-2-6) Stig Fylkis í heimaleikjarispunni: 13 (4-1-2) Samtals: 23 (6-3-8) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Valur 2-0 | Heimaleikjahrinunni lokað með besta hætti Fylkir lagði Valsmenn af velli og fjarlægjast fallbaráttuna jafnt og þétt. 24. ágúst 2014 00:01 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Annað árið í röð er Fylkir að bjarga andliti í seinni umferðinni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu og rúmlega það. Í fyrra var liðið í fallsæti eftir ellefu umferðir, en var svo eitt besta lið deildarinnar í seinni hlutanum. Svipaðir hlutir eru að gerast í Lautinni á þessari leiktíð, en Fylkir hefur verið á miklum skriði í undanförnum leikjum og rakað saman stigum. Það er nú komið langt frá fallsæti og farið að berjast um Evrópusæti. Fylkismenn horfðu hýru auga til sjö leikja í röð á heimavelli, en mótið raðaðist þannig upp fyrir Árbæjarliðið eftir erfiða byrjun þar sem Fylkismenn gátu ekki spilað á heimavelli vegna vallaraðstæðna.Ásmundur Arnarsson er annað árið í röð að gera mun betri hluti með Fylkisliðið í seinni umferðinni.vísir/pjeturHeimaleikjatörnin hófst með sigri á Fram, 2-0, en því fylgdu töp gegn langbestu liðum deildarinnar; Stjörnunni og FH. Síðan þá hefur Fylkir ekki tapað leik. Fylkismenn fengu Albert Brynjar Ingason aftur heim sem spilaði endurkomuleikinn á móti ÍBV og skoraði í 3-1 sigri liðsins. Hann skoraði svo mark Fylkis í 1-1 jafntefli gegn Víkingi í umferðinni á eftir því og tvö í öruggum 4-1 sigri á Þór í síðustu viku. Albert Brynjar var ekki á skotskónum í gær, en mörk frá ÁsgeiriEyþórssyni og Oddi Inga Guðmundssyni tryggðu sigurinn á bitlausu liði Vals, 2-0. Í heildina er Fylkir búið að næla í tíu stig af síðustu tólf mögulegum og þrettán stig af 21 sem í boði voru í þessum sjö heimaleikjum. Liðið er nú með 21 stig, fimm stigum frá Víkingum sem eru í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar, en það mun væntanlega á endanum gefa Evrópusæti.vísir/pjeturÞessi uppsveifla Fylkis er keimlík þeirri í fyrra, en þá var liðið með frábæran framherja í Viðari Erni Kjartanssyni og Andrés Már Jóhannesson komst í gang um mitt mót eftir meiðsli. Andrés hefur verið mjög góður í síðustu leikjum og þá hefur endurkoma FinnsÓlafssonar gert mikið fyrir Fylkismenn. Fylkir kveður nú lautina og spilar aftur útileik í næstu umferð þegar það mætir Breiðablik á útivelli, en liðið mætir einig Keflavík, Fjölni og Fram í síðustu umferðunum auk bikarmeisturum KR. Dauðafæri á enn meiri stigasöfnun og afar óvæntu Evrópusæti. Stig Fylkis fyrir heimaleikjarispuna: 8 (2-2-6) Stig Fylkis í heimaleikjarispunni: 13 (4-1-2) Samtals: 23 (6-3-8)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Valur 2-0 | Heimaleikjahrinunni lokað með besta hætti Fylkir lagði Valsmenn af velli og fjarlægjast fallbaráttuna jafnt og þétt. 24. ágúst 2014 00:01 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Valur 2-0 | Heimaleikjahrinunni lokað með besta hætti Fylkir lagði Valsmenn af velli og fjarlægjast fallbaráttuna jafnt og þétt. 24. ágúst 2014 00:01