Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Keflavík 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í Grafarvoginum Ingvi Þór Sæmundsson á Fjölnisvelli skrifar 25. ágúst 2014 15:47 Matt Ratajczak, leikmaður Fjölnis. vísir/vilhelm Fjölnir og Keflavík skildu jöfn, 1-1, í miklum fallslag á Fjölnisvelli í kvöld. Þeir sárafáu áhorfendur sem voru mættir á Fjölnisvöll í kvöld voru varla sestir þegar Keflvíkingar tóku forystuna með skallamarki Jóhanns Birnis Guðmundssonar. Gestirnir fengu aukaspyrnu hægra megin á vellinum, miðja vegu á milli vítateigs- og hliðarlínunnar. Bojan Stefán Ljubicic tók spyrnuna og sendi frábæra sendingu inn á vítateiginn, beint á kollinn á Jóhanni sem skallaði boltann í netið. Eftir markið tóku Fjölnismenn hins vegar leikinn í sínar hendur og voru mun sterkari aðilinn það sem eftir leið fyrri hálfleiks. Aðeins þremur mínútum eftir mark Jóhanns fékk Mark Charles Magee algjört dauðafæri inni í markteignum, en honum tókst á einhvern ótrúlegan hátt að setja boltann framhjá.Aron Sigurðarson og Þórir Guðjónsson voru líflegir á sitthvorum kantinum hjá Grafarvogsliðinu og það var aðeins spurning hvenær en ekki hvort jöfnunarmarkið kæmi. Og það kom á 19. mínútu. Magee bætti þá fyrir klúðrið nokkrum mínútum fyrr. Hann fékk boltann úti á hægri kantinum og sendi góða fyrirgjöf inn á vítateiginn, á Þóri sem stýrði boltanum með góðri innanfótarspyrnu framhjá Jonasi Sandqvist í marki Keflavíkur og skoraði sitt fjórða deildarmark í sumar. Fjölnismenn héldu áfram að þjarma að gestunum, en Keflavíkurvörnin, sem var óörugg í byrjun leiks, óx ásmegin eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og hún kom í veg fyrir að Fjölnir skapaði sér afgerandi færi. Keflvíkingar ógnuðu ekki mikið í fyrri hálfleik, en það var helst Elías Már Ómarsson sem lét að sér kveða. Elías Már, sem byrjaði tímabilið frábærlega, var iðinn og óhræddur, en ákvarðantakan hefði oft getað verið betri hjá þessum efnilega leikmanni. Keflvíkingar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og settu Fjölnisvörnina undir nokkra pressu. Á fyrsta korterinu í seinni hálfleik átti Jóhann Birnir tvö góð skot beint úr aukaspyrnum sem Þórður Ingason varði vel og Hörður Sveinsson átti sömuleiðis skot yfir í ágætis stöðu. Fjölnismenn stóðust pressu Keflvíkingar og komust betur inn í leikinn um miðbik seinni hálfleiks. Aron, sem var rólegri í seinni hálfleik en þeim fyrri, átti tvær ágætis tilraunir á sömu mínútunni og á 75. mínútu björguðu Keflvíkingar á línu eftir skalla Bergsveins Ólafssonar, fyrirliða Fjölnis. Elías Már komst svo einn í gegn, nánast í næstu sókn, en hann hitti boltann illa og skot hans fór framhjá markinu. Hvorugu liðinu tókst að halda boltanum vel í seinni hálfleik og mikið var um langspyrnur og sendingar upp á von og óvon inn fyrir vörn mótherjanna. En það voru Keflvíkingar sem voru hársbreidd frá því að tryggja sér sigurinn í uppbótartíma þegar títtnefndur Elías Már bjó sér til færi hægra megin í vítateignum og átti skot sem small í slá Fjölnismarksins. Hvorugu liðinu tókst að nýta sér þær fáu mínútur sem eftir voru og þau sættust á skiptan hlut. Lokatölur 1-1, sem voru líklega sanngjörn úrslit. Eftir leikinn er Keflavík í 9. sæti með 19 stig, en Fjölnir er sæti neðar með 16 stig, jafnmörg og Fram sem gæti sent Grafarvogsliðið í fallsæti með sigri á KR í kvöld.Ágúst: Örugglega 200 Keflvíkingar og 14 Fjölnismenn Ágúst Gylfason var óhress með niðurstöðuna í leik kvöldsins, en Fjölnir hefur nú gert sjö jafntefli í 17 leikjum í Pepsi-deildinni. „Þetta var svokallaður sex stiga leikur, en liðin deildu stigunum með sér. Vonandi hjálpar þetta stig okkur þegar verður talið upp úr kössunum í lokin,“ sagði Ágúst eftir leikinn. „Við höfum gert mikið af jafnteflum og við vorum einmitt að ræða það hversu erfitt það væri að vinna fótboltaleiki, en við áttum möguleika á því í dag, miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. „Við ætluðum að nýta vindinn í seinni hálfleik og setja pressu á þá, en því miður náðum við ekki að sýna nógu góðan fótbolta og koma okkur í góð færi. Keflvíkingar fengu aftur móti hættuleg færi í skyndisóknum og þeir stóðu sig vel,“ sagði Ágúst sem var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Það var mikill vilji í liðinu. Við fengum á okkur mark strax í upphafi leiks, en við stigum virkilega vel upp og sýndum afbragðs leik á móti vindinum. Við spiluðum af miklum krafti og sá kraftur fylgdi með inn í seinni hálfleikinn, en gæðin fylgdu hins vegar ekki með og við sköpuðum okkur ekki eins mörg færi og við vildum,“ sagði Ágúst. Mætingin á leikinn var afar döpur, en aðeins 214 áhorfendur höfðu fyrir því að mæta á þennan mikilvæga leik. Ágúst kveðst ósáttur með lítinn stuðning Grafarvogsbúa. „Þetta er með ólíkindum að vera í þessari baráttu og 214 áhorfendur hafi verið á vellinum. Það voru örugglega 200 Keflvíkingar og 14 Fjölnismenn. Það er skömm að þessu. „Ég veit ekki hvar fólkið er. Það er búið að senda kort á heimili og annað. En það þýðir ekkert að grenja yfir þessu, við þurfum bara að fara að vinna leiki,“ sagði Ágúst að lokum.Kristján: Þoldum ekki pressuna „Við verðum að vera sáttir með stigið,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir jafnteflið gegn Fjölni í Grafarvoginum í kvöld. Keflvíkingar komust yfir strax á 3. mínútu, en Fjölnismenn jöfnuðu 16 mínútum síðar og voru heilt yfir sterkari í fyrri hálfleik. „Við gáfum fullmikið eftir eftir markið, í staðinn fyrir að fylgja því betur eftir. Við þoldum hreinlega ekki pressuna sem Fjölnir setti á okkur eftir markið. En heilt yfir er ágætt að taka stig hérna,“ sagði Kristján sem fannst sínir menn spila vel í seinni hálfleik. „Við vildum vinna leikinn og skiptingarnar sem ég gerði voru hluti af því; að reyna að ná inn sigurmarkið í stað þess að halda fengnum hlut. Við vorum með tökin á þessum leik í seinni hálfleik, alveg eins og hann lagði sig, þótt það hafi stundum opnast þegar við sóttum svona mikið.“ Elías Már Ómarsson var atkvæðamikill í liði Keflavíkur og reyndi mikið upp á eigin spýtur. Kristján segir að vængmaðurinn efnilegi eigi eftir að bæta ákvarðatökuna hjá sér. „Hann á eftir að læra það hvenær hann á að gefa boltann og hvenær hann á að skjóta. Hann hefði í nokkur skipti getað tekið veggspil við teiginn og komist einn í gegn og auðvitað öskraði ég stundum á hann vegna þess. „En á móti kemur var hann nærri því búinn að vinna leikinn fyrir okkur, þegar hann braust frábærlega í gegn og átti gott skot í slána. Þú veist aldrei hvenær hann smellir boltanum í markið,“ sagði Kristján að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Fjölnir og Keflavík skildu jöfn, 1-1, í miklum fallslag á Fjölnisvelli í kvöld. Þeir sárafáu áhorfendur sem voru mættir á Fjölnisvöll í kvöld voru varla sestir þegar Keflvíkingar tóku forystuna með skallamarki Jóhanns Birnis Guðmundssonar. Gestirnir fengu aukaspyrnu hægra megin á vellinum, miðja vegu á milli vítateigs- og hliðarlínunnar. Bojan Stefán Ljubicic tók spyrnuna og sendi frábæra sendingu inn á vítateiginn, beint á kollinn á Jóhanni sem skallaði boltann í netið. Eftir markið tóku Fjölnismenn hins vegar leikinn í sínar hendur og voru mun sterkari aðilinn það sem eftir leið fyrri hálfleiks. Aðeins þremur mínútum eftir mark Jóhanns fékk Mark Charles Magee algjört dauðafæri inni í markteignum, en honum tókst á einhvern ótrúlegan hátt að setja boltann framhjá.Aron Sigurðarson og Þórir Guðjónsson voru líflegir á sitthvorum kantinum hjá Grafarvogsliðinu og það var aðeins spurning hvenær en ekki hvort jöfnunarmarkið kæmi. Og það kom á 19. mínútu. Magee bætti þá fyrir klúðrið nokkrum mínútum fyrr. Hann fékk boltann úti á hægri kantinum og sendi góða fyrirgjöf inn á vítateiginn, á Þóri sem stýrði boltanum með góðri innanfótarspyrnu framhjá Jonasi Sandqvist í marki Keflavíkur og skoraði sitt fjórða deildarmark í sumar. Fjölnismenn héldu áfram að þjarma að gestunum, en Keflavíkurvörnin, sem var óörugg í byrjun leiks, óx ásmegin eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og hún kom í veg fyrir að Fjölnir skapaði sér afgerandi færi. Keflvíkingar ógnuðu ekki mikið í fyrri hálfleik, en það var helst Elías Már Ómarsson sem lét að sér kveða. Elías Már, sem byrjaði tímabilið frábærlega, var iðinn og óhræddur, en ákvarðantakan hefði oft getað verið betri hjá þessum efnilega leikmanni. Keflvíkingar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og settu Fjölnisvörnina undir nokkra pressu. Á fyrsta korterinu í seinni hálfleik átti Jóhann Birnir tvö góð skot beint úr aukaspyrnum sem Þórður Ingason varði vel og Hörður Sveinsson átti sömuleiðis skot yfir í ágætis stöðu. Fjölnismenn stóðust pressu Keflvíkingar og komust betur inn í leikinn um miðbik seinni hálfleiks. Aron, sem var rólegri í seinni hálfleik en þeim fyrri, átti tvær ágætis tilraunir á sömu mínútunni og á 75. mínútu björguðu Keflvíkingar á línu eftir skalla Bergsveins Ólafssonar, fyrirliða Fjölnis. Elías Már komst svo einn í gegn, nánast í næstu sókn, en hann hitti boltann illa og skot hans fór framhjá markinu. Hvorugu liðinu tókst að halda boltanum vel í seinni hálfleik og mikið var um langspyrnur og sendingar upp á von og óvon inn fyrir vörn mótherjanna. En það voru Keflvíkingar sem voru hársbreidd frá því að tryggja sér sigurinn í uppbótartíma þegar títtnefndur Elías Már bjó sér til færi hægra megin í vítateignum og átti skot sem small í slá Fjölnismarksins. Hvorugu liðinu tókst að nýta sér þær fáu mínútur sem eftir voru og þau sættust á skiptan hlut. Lokatölur 1-1, sem voru líklega sanngjörn úrslit. Eftir leikinn er Keflavík í 9. sæti með 19 stig, en Fjölnir er sæti neðar með 16 stig, jafnmörg og Fram sem gæti sent Grafarvogsliðið í fallsæti með sigri á KR í kvöld.Ágúst: Örugglega 200 Keflvíkingar og 14 Fjölnismenn Ágúst Gylfason var óhress með niðurstöðuna í leik kvöldsins, en Fjölnir hefur nú gert sjö jafntefli í 17 leikjum í Pepsi-deildinni. „Þetta var svokallaður sex stiga leikur, en liðin deildu stigunum með sér. Vonandi hjálpar þetta stig okkur þegar verður talið upp úr kössunum í lokin,“ sagði Ágúst eftir leikinn. „Við höfum gert mikið af jafnteflum og við vorum einmitt að ræða það hversu erfitt það væri að vinna fótboltaleiki, en við áttum möguleika á því í dag, miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. „Við ætluðum að nýta vindinn í seinni hálfleik og setja pressu á þá, en því miður náðum við ekki að sýna nógu góðan fótbolta og koma okkur í góð færi. Keflvíkingar fengu aftur móti hættuleg færi í skyndisóknum og þeir stóðu sig vel,“ sagði Ágúst sem var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Það var mikill vilji í liðinu. Við fengum á okkur mark strax í upphafi leiks, en við stigum virkilega vel upp og sýndum afbragðs leik á móti vindinum. Við spiluðum af miklum krafti og sá kraftur fylgdi með inn í seinni hálfleikinn, en gæðin fylgdu hins vegar ekki með og við sköpuðum okkur ekki eins mörg færi og við vildum,“ sagði Ágúst. Mætingin á leikinn var afar döpur, en aðeins 214 áhorfendur höfðu fyrir því að mæta á þennan mikilvæga leik. Ágúst kveðst ósáttur með lítinn stuðning Grafarvogsbúa. „Þetta er með ólíkindum að vera í þessari baráttu og 214 áhorfendur hafi verið á vellinum. Það voru örugglega 200 Keflvíkingar og 14 Fjölnismenn. Það er skömm að þessu. „Ég veit ekki hvar fólkið er. Það er búið að senda kort á heimili og annað. En það þýðir ekkert að grenja yfir þessu, við þurfum bara að fara að vinna leiki,“ sagði Ágúst að lokum.Kristján: Þoldum ekki pressuna „Við verðum að vera sáttir með stigið,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir jafnteflið gegn Fjölni í Grafarvoginum í kvöld. Keflvíkingar komust yfir strax á 3. mínútu, en Fjölnismenn jöfnuðu 16 mínútum síðar og voru heilt yfir sterkari í fyrri hálfleik. „Við gáfum fullmikið eftir eftir markið, í staðinn fyrir að fylgja því betur eftir. Við þoldum hreinlega ekki pressuna sem Fjölnir setti á okkur eftir markið. En heilt yfir er ágætt að taka stig hérna,“ sagði Kristján sem fannst sínir menn spila vel í seinni hálfleik. „Við vildum vinna leikinn og skiptingarnar sem ég gerði voru hluti af því; að reyna að ná inn sigurmarkið í stað þess að halda fengnum hlut. Við vorum með tökin á þessum leik í seinni hálfleik, alveg eins og hann lagði sig, þótt það hafi stundum opnast þegar við sóttum svona mikið.“ Elías Már Ómarsson var atkvæðamikill í liði Keflavíkur og reyndi mikið upp á eigin spýtur. Kristján segir að vængmaðurinn efnilegi eigi eftir að bæta ákvarðatökuna hjá sér. „Hann á eftir að læra það hvenær hann á að gefa boltann og hvenær hann á að skjóta. Hann hefði í nokkur skipti getað tekið veggspil við teiginn og komist einn í gegn og auðvitað öskraði ég stundum á hann vegna þess. „En á móti kemur var hann nærri því búinn að vinna leikinn fyrir okkur, þegar hann braust frábærlega í gegn og átti gott skot í slána. Þú veist aldrei hvenær hann smellir boltanum í markið,“ sagði Kristján að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira