Afnám lágmarks opnar leiðir fyrir skattaparadísir á Íslandi Sveinn Arnarsson skrifar 2. desember 2014 08:00 Sveitarfélög landsins geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli á þessum nótum þar sem sum sveitarfélög sinna þjónustu fyrir önnur. Fréttablaðið/GVA Bæjarráð Ísafjarðar leggst harðlega gegn frumvarpi laga um tekjustofna sveitarfélaga. Frumvarpið gengur út á að afnema lágmarksútsvar sveitarfélaga. Telur bæjarráð að slík aðgerð ýti undir aðstöðumun milli sveitarfélaga á landinu. Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja fram frumvarpið nú. Frumvarpið er lagt fram í þriðja sinn, en í hin tvö skiptin hlaut það ekki afgreiðslu. „Óeðlilegt er að bundið sé í lög að innheimta skuli að lágmarki tiltekinn skatt af íbúum, hvort sem þörf sé á honum til að sinna lögbundnu hlutverki eða ekki,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, telur frumvarpið ekki vera til hagsbóta fyrir sveitarfélögin í landinu. „Þetta er miklu flóknara mál en að það snúist aðeins um að afnema lágmarksútsvar. Það þarf að velta fyrir sér hvaða möguleika sveitarfélög hafa til að keppa á þessum grundvelli. Það er auðvitað nærtækt að velta fyrir sér Seltjarnarnesi og Reykjavík. Þjónustan er að miklu leyti á höndum Reykjavíkur svo að sveitarfélag líkt og Seltjarnarnes getur þar af leiðandi lækkað útsvar niður úr öllu valdi. Þar með verður til aðstöðumunur sem mun bæði auka misskiptingu einstaklinga sem og sveitarfélaga,“ segir Gísli Halldór.Gísli Halldór Halldórsson Bæjarstjóri ÍsafjarðarBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona VG, hefur einnig uppi miklar efasemdir um þetta frumvarp og bendir á að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi lagst gegn frumvarpinu þegar það var fyrst flutt á Alþingi. Ástæða þess að sambandið lagðist gegn frumvarpinu væri sú að það kynni að ýta undir falska búsetu einstaklinga. Skattgreiðendur gætu þar af leiðandi flutt lögheimili sitt í önnur sveitarfélög, þar sem útsvar er lágt, án þess að búa þar að staðaldri. „Þetta er raunveruleg hætta og við getum ekki búið svo um hnútana að þetta verði vandamál í íslensku þjóðfélagi. Sveitarfélög, sem búa við stóriðju af einhverju tagi, gætu lækkað útsvarið hjá sér gríðarlega og búið þannig til hálfgerðar skattaparadísir á Íslandi. Þannig myndum við auka misskiptinguna í íslensku þjóðfélagi meira en hún er í dag. Sveitarfélög sem vilja lækka álögur á bæjarbúa geta gert það á annan hátt en að lækka útsvar þeirra,“ segir Bjarkey. „Í stjórnarskrá er sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga staðfestur og kveðið á um að sveitarfélögin skuli sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Haldgóð rök og verulegir hagsmunir þurfa því að koma til ef skerða á þennan ákvörðunarrétt. Bein íhlutun um lágmarksútsvar getur tæpast talist uppfylla þau skilyrði,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Gísli Halldór telur að frumvarpið þurfi að skoða í samhengi við aðra þætti. „Sveitarfélög í landinu eru misstór, búa við mismunandi aðstæður, eru mislangt frá þjónustunni í Reykjavík og svo framvegis. Sum sveitarfélög munu ekki hafa möguleika til að vera í slíkri búsetusamkeppni við önnur sveitarfélög. Það er ekki hægt að taka svona ákvörðun í einhverju tómarúmi. Þessi umræða verður að vera í samhengi við annað á íslensku sveitarstjórnarstigi.“ Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Bæjarráð Ísafjarðar leggst harðlega gegn frumvarpi laga um tekjustofna sveitarfélaga. Frumvarpið gengur út á að afnema lágmarksútsvar sveitarfélaga. Telur bæjarráð að slík aðgerð ýti undir aðstöðumun milli sveitarfélaga á landinu. Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja fram frumvarpið nú. Frumvarpið er lagt fram í þriðja sinn, en í hin tvö skiptin hlaut það ekki afgreiðslu. „Óeðlilegt er að bundið sé í lög að innheimta skuli að lágmarki tiltekinn skatt af íbúum, hvort sem þörf sé á honum til að sinna lögbundnu hlutverki eða ekki,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, telur frumvarpið ekki vera til hagsbóta fyrir sveitarfélögin í landinu. „Þetta er miklu flóknara mál en að það snúist aðeins um að afnema lágmarksútsvar. Það þarf að velta fyrir sér hvaða möguleika sveitarfélög hafa til að keppa á þessum grundvelli. Það er auðvitað nærtækt að velta fyrir sér Seltjarnarnesi og Reykjavík. Þjónustan er að miklu leyti á höndum Reykjavíkur svo að sveitarfélag líkt og Seltjarnarnes getur þar af leiðandi lækkað útsvar niður úr öllu valdi. Þar með verður til aðstöðumunur sem mun bæði auka misskiptingu einstaklinga sem og sveitarfélaga,“ segir Gísli Halldór.Gísli Halldór Halldórsson Bæjarstjóri ÍsafjarðarBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona VG, hefur einnig uppi miklar efasemdir um þetta frumvarp og bendir á að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi lagst gegn frumvarpinu þegar það var fyrst flutt á Alþingi. Ástæða þess að sambandið lagðist gegn frumvarpinu væri sú að það kynni að ýta undir falska búsetu einstaklinga. Skattgreiðendur gætu þar af leiðandi flutt lögheimili sitt í önnur sveitarfélög, þar sem útsvar er lágt, án þess að búa þar að staðaldri. „Þetta er raunveruleg hætta og við getum ekki búið svo um hnútana að þetta verði vandamál í íslensku þjóðfélagi. Sveitarfélög, sem búa við stóriðju af einhverju tagi, gætu lækkað útsvarið hjá sér gríðarlega og búið þannig til hálfgerðar skattaparadísir á Íslandi. Þannig myndum við auka misskiptinguna í íslensku þjóðfélagi meira en hún er í dag. Sveitarfélög sem vilja lækka álögur á bæjarbúa geta gert það á annan hátt en að lækka útsvar þeirra,“ segir Bjarkey. „Í stjórnarskrá er sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga staðfestur og kveðið á um að sveitarfélögin skuli sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Haldgóð rök og verulegir hagsmunir þurfa því að koma til ef skerða á þennan ákvörðunarrétt. Bein íhlutun um lágmarksútsvar getur tæpast talist uppfylla þau skilyrði,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Gísli Halldór telur að frumvarpið þurfi að skoða í samhengi við aðra þætti. „Sveitarfélög í landinu eru misstór, búa við mismunandi aðstæður, eru mislangt frá þjónustunni í Reykjavík og svo framvegis. Sum sveitarfélög munu ekki hafa möguleika til að vera í slíkri búsetusamkeppni við önnur sveitarfélög. Það er ekki hægt að taka svona ákvörðun í einhverju tómarúmi. Þessi umræða verður að vera í samhengi við annað á íslensku sveitarstjórnarstigi.“
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira