Enski boltinn

Wenger hafnaði Bayern og fór til Japans

Arsene Wenger fór aðra leið en það gekk alveg upp hjá honum.
Arsene Wenger fór aðra leið en það gekk alveg upp hjá honum. Vísir/Getty
Þýska stórliðið Bayern München vildi fá ArseneWenger til starfa um miðjan tíunda áratug síðustu aldar en Frakkinn fór frekar til Japans.

Frá þessu greinir Karl-HeinzRummenigge, framkvæmdastjóri Bayern, í viðtali í breska blaði Daily Mail í dag.

Það er ekki af ástæðulausu að Rumenigge rifjar þetta upp núna en Arsenal og Bayern mætast einmitt í stórleik í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.

„Það eru margir góðir þjálfarar á Englandi og ég er hrifinn af Arsene. Við vorum nálægt því að semja við hann á tíunda áratugnum þegar hann þjálfaði Monaco. Við vorum í viðræðum en hann ákvað að fara til Tókíó,“ segir Rumenigge.

Wenger yfirgaf Monaco og hélt til Japans en hann stýrði Nagoya Grampus í eitt ár áður en hann tók við Arsenal árið 1996 og gerði liðið að tvöföldum meisturum á fyrsta tímabili.

Þegar Frakkinn gaf endanlegt afsvar réð Bayern Otto Rehhagel til starfa en hann er hvað frægastur fyrir að hafa gert Grikkland að Evrópumeisturum árið 2004 í Portúgal. Hann stýrir liði Herthu Berlín í dag.

Otto Rehagel tók við Bayern í stað Wenger og gerði Grikki síðar að Evrópumeisturum.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×