Tók þessari áskorun fagnandi 25. júlí 2014 15:00 Jón Ragnar Jónsson hlakkar til að frumflytja lagið sitt á Þjóðhátíðinni í Eyjum. Jón Ragnar Jónsson er höfundur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið þykir einstaklega grípandi og Jón hefur fengið mjög góð viðbrögð við því. Þegar Jón var beðinn um að semja Þjóðhátíðarlagið fyrir árið 2014 síðastliðið haust var það auðsótt af hans hálfu. „Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um. Þarna var gamall draumur að rætast. Ég hef oft farið á Þjóðhátíð og upplifað stemninguna. Ég tók þessari áskorun því fagnandi,“ sagði Jón þegar blaðamaður náði tali af honum í Hvíta-Rússlandi þar sem hann var á ferð með knattspyrnumönnum FH vegna Evrópuleiks. Jón segist hafa farið fyrst á Þjóðhátíð árið 2003 og nokkrum sinnum síðan. Bæði 2011 og 2012 kom hann fram á hátíðinni. „Ég þekki algjörlega stemninguna og þegar kom að því að semja texta var ég ekkert að finna upp hjólið. Frekar að setja á blað hina týpísku stemningu sem allir þekkja sem hafa verið á Þjóðhátíð. Síðan þurfti ég að huga að því að lag og texti væru þannig að allir gætu sungið með,“ segir Jón sem hefur fengið mjög góð viðbrögð við laginu, jafnt frá Eyjamönnum sem öðrum. Á föstudagskvöldið á Þjóðhátíð kemur Jón fram og frumflytur lagið fyrir gesti ásamt hljómsveit sinni. „Hljómsveitin klæðir lagið í fullan skrúða. Það væri ekkert varið í þetta ef ég væri einn með kassagítarinn. Ég er farinn að hlakka mikið til, enda veit ég að þetta verður sérstök stemning.“Ljúft að vera til Í Herjólfsdalnum, við lífsins njótum. Það er svo ljúft að vera til. Vináttuörvum allt í kring skjótum. Samveran veitir birtu og yl. Hér er hamingja, ást og gleði. Stemmingin í dalnum er svo blíð. Forréttindi að vera með í, veisluhöldunum á Þjóðhátíð. Eyja meyja og peyja, lof mér að segja, ó, hve ljúft það er að vera til. Eyja meyja og peyja, lof mér að segja, ó, hve ljúft það er að vera til. Í bleikri brekkunni við syngjum saman. Svo ljúft að vera þér við hlið. Í þínum örmum svo hlýtt, svo gaman. Vor bjarta framtíð blasir við. Hér er hamingja, ást og gleði. Stemmingin í dalnum er svo blíð. Forréttindi að vera með í, veisluhöldunum á Þjóðhátíð. Eyja meyja og peyja, lof mér að segja, ó, hve ljúft það er að vera til. Eyja meyja og peyja, lof mér að segja, ó, hve ljúft það er að vera til. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Jón Ragnar Jónsson er höfundur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið þykir einstaklega grípandi og Jón hefur fengið mjög góð viðbrögð við því. Þegar Jón var beðinn um að semja Þjóðhátíðarlagið fyrir árið 2014 síðastliðið haust var það auðsótt af hans hálfu. „Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um. Þarna var gamall draumur að rætast. Ég hef oft farið á Þjóðhátíð og upplifað stemninguna. Ég tók þessari áskorun því fagnandi,“ sagði Jón þegar blaðamaður náði tali af honum í Hvíta-Rússlandi þar sem hann var á ferð með knattspyrnumönnum FH vegna Evrópuleiks. Jón segist hafa farið fyrst á Þjóðhátíð árið 2003 og nokkrum sinnum síðan. Bæði 2011 og 2012 kom hann fram á hátíðinni. „Ég þekki algjörlega stemninguna og þegar kom að því að semja texta var ég ekkert að finna upp hjólið. Frekar að setja á blað hina týpísku stemningu sem allir þekkja sem hafa verið á Þjóðhátíð. Síðan þurfti ég að huga að því að lag og texti væru þannig að allir gætu sungið með,“ segir Jón sem hefur fengið mjög góð viðbrögð við laginu, jafnt frá Eyjamönnum sem öðrum. Á föstudagskvöldið á Þjóðhátíð kemur Jón fram og frumflytur lagið fyrir gesti ásamt hljómsveit sinni. „Hljómsveitin klæðir lagið í fullan skrúða. Það væri ekkert varið í þetta ef ég væri einn með kassagítarinn. Ég er farinn að hlakka mikið til, enda veit ég að þetta verður sérstök stemning.“Ljúft að vera til Í Herjólfsdalnum, við lífsins njótum. Það er svo ljúft að vera til. Vináttuörvum allt í kring skjótum. Samveran veitir birtu og yl. Hér er hamingja, ást og gleði. Stemmingin í dalnum er svo blíð. Forréttindi að vera með í, veisluhöldunum á Þjóðhátíð. Eyja meyja og peyja, lof mér að segja, ó, hve ljúft það er að vera til. Eyja meyja og peyja, lof mér að segja, ó, hve ljúft það er að vera til. Í bleikri brekkunni við syngjum saman. Svo ljúft að vera þér við hlið. Í þínum örmum svo hlýtt, svo gaman. Vor bjarta framtíð blasir við. Hér er hamingja, ást og gleði. Stemmingin í dalnum er svo blíð. Forréttindi að vera með í, veisluhöldunum á Þjóðhátíð. Eyja meyja og peyja, lof mér að segja, ó, hve ljúft það er að vera til. Eyja meyja og peyja, lof mér að segja, ó, hve ljúft það er að vera til.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning