Enski boltinn

Nasri missir af næstu ellefu leikjum City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samir Nasri, miðjumaður Manchester City.
Samir Nasri, miðjumaður Manchester City. NordicPhotos/Getty
Samir Nasri, miðjumaður Manchester City, meiddist á hné í sigrinum á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær og verður frá keppni næstu átta vikurnar.

Nasri var borinn grátandi af velli eftir tæklingu frá Newcastle-leikmanninum Mapou Yanga-Mbiwa en Yanga-Mbiwa slapp með gult spjald.

Nasri missir væntanlega af ellefu leikjum Manchester City á þessum tíma þar á meðal leiki á móti Tottenham, Chelsea, Barcelona og Manchester United. Hann gæti mögulega náð seinni leiknum á móti Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Samir Nasri er með 4 mörk og 4 stoðsendingar í 21 deildarleik með Manchester City á þessu tímabili en hefur aðeins komið að einu marki í síðustu átta leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Brotið hjá Mapou Yanga-Mbiwa.NordicPhotos/Getty
Samir Nasri liggur hér sárþjáður á vellinum.NordicPhotos/Getty
Samir Nasri var borinn grátandi af velli.NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×