Enski boltinn

Nathan Baker skotinn niður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nathan Baker lá rotaður í grasinu eftir skot Serge Gnabry.
Nathan Baker lá rotaður í grasinu eftir skot Serge Gnabry. Mynd/NordicPhotos/Getty
Aston Villa leikmaðurinn Nathan Baker var borinn af velli í leik Aston Villa og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eftir að hafa orðið fyrir þrumuskoti Arsenal-mannsins Serge Gnabry.

Nathan Baker lá að því virtist meðvitundarlaus eftir á grasinu og sjúkraliðar þurftu meðal annars að gefa honum súrefni áður en hann var fluttur af velli á börum. Hann var enn án meðvitundar þegar hann var fluttur á sjúkrahús.

Þetta leit ekki svo illa út í byrjun en það virðist sem að Nathan Baker hafi fengið boltann á versta stað því hann steinrotaðist við höggið. Það var um sjö mínútna töf á leiknum á meðan menn huguðu að meiðslum Baker.

Nathan Baker var einn af þremur mönnum í varnarlínu Aston Villa en Paul Lambert, knattspyrnustjóri Aston Villa, þurfti í framhaldinu að breyta úr 3-5-2 kerfinu yfir í 4-4-2.

Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×