Magnús fór þá með olnbogann harkalega á undan sér í skallabolta og fékk að líta rauða spjaldið.
Dómarinn hikaði hvergi og rak Magnús, sem er annálað ljúfmenni, beint af velli. Mosfellingurinn trúði vart sínum eigin augum og sagði sjálfur á Twitter eftir leik að það hefði ekki tekið því að fara í sturtu eftir þessa stuttu innkomu.
Atvikið má sjá hér að ofan.
Það tók því ekkert að fara í sturtu eftir leikinn í dag
— Magnús Már Einarsson (@maggimar) June 9, 2014