Tónlist

Seldist upp í Hofi á tíu mínútum

Bjarki Ármannsson skrifar
Menningarhúsið Hof á Akureyri.
Menningarhúsið Hof á Akureyri. Vísir/Pjetur
Miðasala á tónleikasýninguna Bat out of Hell í Hofi á Akureyri hófst á hádegi í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Rigg-viðburðum, sem stendur fyrir sýningunni, seldust allir miðarnir upp á tíu mínútum en Hamraborgarsalur Hofs tekur 510 manns í sæti.

Aukasýningu hefur því verið bætt við, en báðir tónleikarnir eiga að fara fram þann 20. september næstkomandi. Sýningin var flutt í Eldborgarsal Hörpu fyrr í sumar. Hópur söngvara á borð við Friðrik Ómar og Matta Matt flytja þar vinsælustu smelli lagahöfundarins Jim Steinman, sem meðal annars samdi lögin á Bat out of Hell-plötum rokkarans Meat Loaf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×