Hallbera Guðný Gísladóttir spilaði í 55 mínútur þegar lið hennar, Torres, tapaði 3-1 fyrir þýska liðinu Potsdam á útivelli í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Stalla hennar úr íslenska landsliðinu, Guðbjörg Gunnarsdóttir, sat allan tímann á bekknum hjá Potsdam.
Þjóðverjarnir komust yfir með marki hinnar japönsku Asano Nagasato og Lia Wälti bætti við öðru marki fyrir hálfleik.
Gulia Domenichetti minnkaði muninn í byrjun síðari hálfleiks, en Ada Hegerberg jók muninn á ný í tvö mörk skömmu síðar. Hún bætti svo öðru marki sínu og fjórða marki Potsdam við þegar fimm mínútur voru til leiksloka.
Potsdam vann fyrri leikinn á Ítalíu 8-0 og því var seinni leikurinn nánast formsatriði. Þýska liðið vann viðureignina samanlagt 12-1 og er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
Þar mætir Potsdam öðru þýsku liði, ríkjandi Evrópumeisturum Wolfsburg, sem slógu Barcelona út fyrr í dag, samanlagt 5-0.
Hallbera spilaði tæpan klukkutíma í tapi Torres
