„Hann gekk ekki svo illa frá mér helvískur“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2014 20:53 Eftir árásina sér mikið á Önnu. Mynd/Henríetta „Elskan mín, maður er svo sjóaður í þessu lífi. Hann gekk ekki svo illa frá mér helvískur,“ segir Anna Guðjónsdóttir, aðspurð hvernig hún beri sig eftir árás sem hún varð fyrir á föstudaginn. Þá veittist maður að henni í bakgarði fjölbýlishúss hennar og skallaði hana. Anna er 83 ára gömul. „Ég trúi þessu varla sjálf. Að ráðast á svona gamalmenni. Hann stangaði mig með hausnum maðurinn. Eins og lögreglan sagði, þá hefur fólk dáið við svona högg á ennið.“ Anna segist hafa gengið hrædd í burtu enda var henni skiljanlega mjög brugðið. Anna segir marga hafa sett sig í samband við hana undrandi yfir þessu atviki. „Ég er sjálf alveg yfir mig undrandi, hann hefði getað drepið mig.“ Hún er með glóðurauga á báðum augum og mjög marin á enninu. Anna var út í garði og kemur þar að hundi sem var þar bundinn. „Þetta var fallegur svartur hundur og ég er mikill dýravinur og er að skoða hann. Þá veitist hann að mér gargar á mig að ég eigi að láta hundinn vera og dembir hausnum í ennið á mér.“ Maðurinn réðst einnig á og skallaði annan mann sem ætlaði að koma Önnu til hjálpar. Hann var handtekinn um nóttina fyrir að brjóta rúður í bílum og hefur játað árásina við yfirheyrslur lögreglu. Hún segir vini og vandamenn hafa áhyggjur af því að hún muni vera hrædd við að fara úr húsi eftir árásina. „Maður lendir nú í flestu, kerling á níræðisaldri, en ég ætla nú ekki að fara að loka mig inni. Ég er þó hissa á því að ég skildi ekki verða hræddari,“ segir hún. Anna hefur fengið þær upplýsingar að maðurinn muni ekki leigja áfram það húsnæði sem hann hefur verið í, en hann bjó tveimur stigagöngum frá henni. „Ég er feginn því að hann skuli hafa verið rekinn í burtu. Mér væri ekki sama og hann gæti bara hringt dyrabjöllunni hvenær sem er.“ Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Elskan mín, maður er svo sjóaður í þessu lífi. Hann gekk ekki svo illa frá mér helvískur,“ segir Anna Guðjónsdóttir, aðspurð hvernig hún beri sig eftir árás sem hún varð fyrir á föstudaginn. Þá veittist maður að henni í bakgarði fjölbýlishúss hennar og skallaði hana. Anna er 83 ára gömul. „Ég trúi þessu varla sjálf. Að ráðast á svona gamalmenni. Hann stangaði mig með hausnum maðurinn. Eins og lögreglan sagði, þá hefur fólk dáið við svona högg á ennið.“ Anna segist hafa gengið hrædd í burtu enda var henni skiljanlega mjög brugðið. Anna segir marga hafa sett sig í samband við hana undrandi yfir þessu atviki. „Ég er sjálf alveg yfir mig undrandi, hann hefði getað drepið mig.“ Hún er með glóðurauga á báðum augum og mjög marin á enninu. Anna var út í garði og kemur þar að hundi sem var þar bundinn. „Þetta var fallegur svartur hundur og ég er mikill dýravinur og er að skoða hann. Þá veitist hann að mér gargar á mig að ég eigi að láta hundinn vera og dembir hausnum í ennið á mér.“ Maðurinn réðst einnig á og skallaði annan mann sem ætlaði að koma Önnu til hjálpar. Hann var handtekinn um nóttina fyrir að brjóta rúður í bílum og hefur játað árásina við yfirheyrslur lögreglu. Hún segir vini og vandamenn hafa áhyggjur af því að hún muni vera hrædd við að fara úr húsi eftir árásina. „Maður lendir nú í flestu, kerling á níræðisaldri, en ég ætla nú ekki að fara að loka mig inni. Ég er þó hissa á því að ég skildi ekki verða hræddari,“ segir hún. Anna hefur fengið þær upplýsingar að maðurinn muni ekki leigja áfram það húsnæði sem hann hefur verið í, en hann bjó tveimur stigagöngum frá henni. „Ég er feginn því að hann skuli hafa verið rekinn í burtu. Mér væri ekki sama og hann gæti bara hringt dyrabjöllunni hvenær sem er.“
Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira