Enski boltinn

Laudrup rekinn með tölvupósti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Laudrup, fyrrum knattspyrnustjóri Swansea.
Michael Laudrup, fyrrum knattspyrnustjóri Swansea. Vísir/Getty
Michael Laudrup, fyrrum knattspyrnustjóri Swansea, segir í viðtali við BBC að hann hafi verið rekinn í tölvupósti þegar hann missti stjórastöðu sína á dögunum.

Það er ekki nóg með að Laudrup fékk uppsögn sína senda í gegnum tölvuna þá hafði stjórnarformaðurinn Huw Jenkins ennfremur tekið í höndina á honum nokkrum klukkutímum fyrr og fullvissað hann um að starf hans væri tryggt.

Laudrup var rekinn eftir dapurt gengi Swansea í mánuðinum sem og deilur við yfirmenn félagsins um þjálfaraliðið sitt.

„Þetta gerðist aðeins nokkrum tímum eftir að við tókumst í hendur og auðvitað er ég mjög ringlaður," sagði Michael Laudrup við BBC. Hann reyndi að fá útskýringar en það gekk lítið til að byrja með en fékk síðan bréf sent níu dögum síðar.

Laudrup hefur hinsvegar enn ekki fengið leyfi til að ræða við fyrrum lærisveina sína í Swansea-liðinu en segist hafa sent þeim bréf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×