Juande Ramos: Leikmenn Tottenham átu McDonalds eftir æfingar 19. febrúar 2014 10:45 Juande Ramos vann einn titil sem stjóri Tottenham. Vísir/Getty Spánverjinn Juande Ramos er þjálfari úkraínska liðsins Dnipro Dnipropetrovsk sem Tottenham mætir í Evrópudeildinni annað kvöld. Ramos var ráðinn til Tottenham sumarið 2007 eftir að gera flotta hluti með Sevilla á Spáni. Undir hans stjórn vann liðið deildabikarinn 2008 sem var fyrsti titill liðsins í níu ár, sá annar á 17 árum og er enn í dag sá síðasti sem liðið vann. Tottenham vann erkifjendurnar í Arsenal í undanúrslitum deildabikarsins 2008 og Chelsea í úrslitaleiknum. Allt virtist vera í blóma þar til á næstu leiktíð þegar liðið gat ekki keypt sér sigur. Ramos var rekinn eftir átta leiki. Tottenham var með tvö stig á botni deildarinnar og Spánverjinn yfirgaf White Hart Lane eftir aðeins 364 daga í starfi. Hann var mjög ósáttur við brottreksturinn á sínum tíma og skaut föstum skotum að leikmönnum liðsins. Sagði lifnaðarhætti þeirra ekki merkilega en fram hafði komið í fréttum að stjórinn lét leikmennina meðal annars borða barnamat til að laga matarræði þeirra.Í viðtali við Guardian rifjar Ramos upp dagana hjá Tottenham og talar þar mikið um matarræði Tottenham-liðsins á þeim tíma. „Án þess að vera bitur get ég í sannleika sagt að sumir leikmennirnir voru, já, feitir,“ segir Ramos. „Íþróttamenn þurfa vera í fullkomnu formi. Líkaminn er þitt lifibrauð. Þú getur ekkert lifað eins og hver annar maður sem fær sér eftirrétti eða kökur. Ef þú borðar köku ertu að setja dísel á tankinn. Íþróttamenn verða að nota ofur-eldsneyti. Það er náttúrlega galið að íþróttamaður, sem fær kannski sex milljónir Evra í laun á ári, reyki, drekki og borði óhóflega.“ Ramos átti erfitt með að fá leikmenn Tottenham til að fara eftir sínum ráðum. Eftir æfingar sá hann þá til dæmis keyra inn á skyndibitastað og fá sér að borða. „Ríkur strákur sem er kannski 22 eða 23 ára vill eflaust ekkert að einhver annar segi honum hvað hann megi borða. Við æfðum ekki langt frá McDonalds-stað og þar sáum við þá borða hamborgara og drekka kók. Ég gat ekki farið heim til þeirra og horft á þá borða en við gátum vigtað þá eftir æfingar. Ef þeir voru ekki í standi fengu þeir ekki að æfa með aðalliðinu,“ segir Juande Ramos. Enski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Spánverjinn Juande Ramos er þjálfari úkraínska liðsins Dnipro Dnipropetrovsk sem Tottenham mætir í Evrópudeildinni annað kvöld. Ramos var ráðinn til Tottenham sumarið 2007 eftir að gera flotta hluti með Sevilla á Spáni. Undir hans stjórn vann liðið deildabikarinn 2008 sem var fyrsti titill liðsins í níu ár, sá annar á 17 árum og er enn í dag sá síðasti sem liðið vann. Tottenham vann erkifjendurnar í Arsenal í undanúrslitum deildabikarsins 2008 og Chelsea í úrslitaleiknum. Allt virtist vera í blóma þar til á næstu leiktíð þegar liðið gat ekki keypt sér sigur. Ramos var rekinn eftir átta leiki. Tottenham var með tvö stig á botni deildarinnar og Spánverjinn yfirgaf White Hart Lane eftir aðeins 364 daga í starfi. Hann var mjög ósáttur við brottreksturinn á sínum tíma og skaut föstum skotum að leikmönnum liðsins. Sagði lifnaðarhætti þeirra ekki merkilega en fram hafði komið í fréttum að stjórinn lét leikmennina meðal annars borða barnamat til að laga matarræði þeirra.Í viðtali við Guardian rifjar Ramos upp dagana hjá Tottenham og talar þar mikið um matarræði Tottenham-liðsins á þeim tíma. „Án þess að vera bitur get ég í sannleika sagt að sumir leikmennirnir voru, já, feitir,“ segir Ramos. „Íþróttamenn þurfa vera í fullkomnu formi. Líkaminn er þitt lifibrauð. Þú getur ekkert lifað eins og hver annar maður sem fær sér eftirrétti eða kökur. Ef þú borðar köku ertu að setja dísel á tankinn. Íþróttamenn verða að nota ofur-eldsneyti. Það er náttúrlega galið að íþróttamaður, sem fær kannski sex milljónir Evra í laun á ári, reyki, drekki og borði óhóflega.“ Ramos átti erfitt með að fá leikmenn Tottenham til að fara eftir sínum ráðum. Eftir æfingar sá hann þá til dæmis keyra inn á skyndibitastað og fá sér að borða. „Ríkur strákur sem er kannski 22 eða 23 ára vill eflaust ekkert að einhver annar segi honum hvað hann megi borða. Við æfðum ekki langt frá McDonalds-stað og þar sáum við þá borða hamborgara og drekka kók. Ég gat ekki farið heim til þeirra og horft á þá borða en við gátum vigtað þá eftir æfingar. Ef þeir voru ekki í standi fengu þeir ekki að æfa með aðalliðinu,“ segir Juande Ramos.
Enski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira