Enski boltinn

Meulensteen endanlega rekinn frá Fulham

Rene Meulesteen gengur ekkert að halda sér í starfi.
Rene Meulesteen gengur ekkert að halda sér í starfi. Vísir/Getty
Þremenningarnir Rene Meulesteen, Ray Wilkins og Alan Curbishley verða ekki í þjálfaraliði Felix Magath hjá Fulham.

Meulensteen tók við sem stjóri Fulham fyrir fjórum mánuðum en var rekinn úr því starfi fyrir helgi þegar Þjóðverjinn Felix Magath var óvænt ráðinn.

Hann sagðist aftur á móti ekki ætla yfirgefa félagið því hann væri enn samningsbundinn og var þá kominn aftur í þjálfaraliðið eins og hann var í nóvember.

En nú er endanlega búið að reka Hollendinginn ásamt aðstoðarmönnum hans, Ray Wilkins og Alan Curbishley. Þeir yfirgefa Craven Cottage samstundis ásamt tveimur öðrum þjálfurum.

Felix Magath fær þess í stað til sín Tomas Oral sem aðalþjálfara liðsins og Werner Leuthard tekur við sem styrktarþjálfari.

Nú er búið að reka Rene Meulesteen frá þremur félögum á innan við ári. Fyrst var hann látinn fara frá Manchester United þegar David Moyes tók við, eftir það fékk hann óvænt stjórastöðuna hjá Anzhi í Rússlandi en var rekinn snögglega og nú er búið að sparka honum frá Fulham.


Tengdar fréttir

Meulensteen enn starfsmaður Fulham

Samkvæmt fréttum frá Englandi virðist svo vera sem að Rene Meulensteen hafi í raun ekki verið rekinn frá Fulham ennþá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×