Mörgum spurningum ósvarað Elimar Hauksson skrifar 23. febrúar 2014 20:00 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun stjórnvalda um að slíta viðræðum við Evrópusambandið hafi verið byggð á röngum forsendum og fleiri þætti þurfi að skoða áður en aðild hafi verið útilokuð. „Lífskjör hér á landi byggja á því að við aukum framleiðni hér á landi en hún gerist aðeins með kerfisbreytingum sem kalla á nýja mynt. Það er þessi framtíð til að skapa ný verðmæti sem er í húfi,“ segir Þorsteinn. Í rúmlega 600 blaðsíðna skýrslu Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum sem gefin var út í september 2012, kemur fram að ef tengja eigi krónuna við annan gjaldmiðil eða taka upp annan gjaldmiðil, þá sé upptaka evru augljósasti kosturinn. Gylfi Zöega, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands segir að slit aðildarviðræðna muni fela í sér þrengri kosti fyrir Ísland í gjaldeyrismálum og að skynsamlegra hefði verið að leysa vandamál tengd krónunni áður en aðild að ESB væri útilokuð. „Áhrifin eru einföld. Í stað þess að eiga tvo kosti, þá höfum við einn kost í gjaldmiðlamálum í framtíðinni sem er að hafa krónuna áfram. Þá verður einnig úr sögunni að festa gengi krónunnar við evru eins og Danir hafa gert,“ segir Gylfi og bætir við að Seðlabankinn hafi sett fram hugmyndir í skjali sem heitir „Peningastefna eftir höft.“ Enn eigi eftir að vinna úr þeirri skýrslu og skýra fyrir fólki hvernig framtíðin yrði. „Kannski má segja að fyrst þurfi maður að gera það og síðan má útiloka aðra kosti af því við vitum ekki hvernig framtíðin verður með krónuna,“ segir Gylfi. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun stjórnvalda um að slíta viðræðum við Evrópusambandið hafi verið byggð á röngum forsendum og fleiri þætti þurfi að skoða áður en aðild hafi verið útilokuð. „Lífskjör hér á landi byggja á því að við aukum framleiðni hér á landi en hún gerist aðeins með kerfisbreytingum sem kalla á nýja mynt. Það er þessi framtíð til að skapa ný verðmæti sem er í húfi,“ segir Þorsteinn. Í rúmlega 600 blaðsíðna skýrslu Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum sem gefin var út í september 2012, kemur fram að ef tengja eigi krónuna við annan gjaldmiðil eða taka upp annan gjaldmiðil, þá sé upptaka evru augljósasti kosturinn. Gylfi Zöega, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands segir að slit aðildarviðræðna muni fela í sér þrengri kosti fyrir Ísland í gjaldeyrismálum og að skynsamlegra hefði verið að leysa vandamál tengd krónunni áður en aðild að ESB væri útilokuð. „Áhrifin eru einföld. Í stað þess að eiga tvo kosti, þá höfum við einn kost í gjaldmiðlamálum í framtíðinni sem er að hafa krónuna áfram. Þá verður einnig úr sögunni að festa gengi krónunnar við evru eins og Danir hafa gert,“ segir Gylfi og bætir við að Seðlabankinn hafi sett fram hugmyndir í skjali sem heitir „Peningastefna eftir höft.“ Enn eigi eftir að vinna úr þeirri skýrslu og skýra fyrir fólki hvernig framtíðin yrði. „Kannski má segja að fyrst þurfi maður að gera það og síðan má útiloka aðra kosti af því við vitum ekki hvernig framtíðin verður með krónuna,“ segir Gylfi.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira