Enski boltinn

Touré hetja Man. City gegn Stoke

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manchester City vann Stoke, 1-0, í baráttuleik á Etihad-vellinum í Manchester í dag en eina mark leiksins skoraði Yaya Touré á 70. mínútu leiksins.

City-menn eru því áfram í þriðja sæti deildarinnar með 57 stig, þremur stigum á eftir toppliði Chelsea en þeir eiga þó leik til góða.

Stoke er í 14. sæti deildarinnar með 27 stig, þremur stigum frá fallsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×