Enski boltinn

Vertonghen: Soldado skorar mikið á æfingum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Roberto Soldado gengur ekkert að skora.
Roberto Soldado gengur ekkert að skora. Visir/Getty
Roberto Soldado var keyptur til Tottenham frá Valencia síðasta sumar á fúlgur fjár og var ætlað að skora mörkin fyrir Lundúnarliðið.

Spánverjinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir frammistöðu sína en hann á enn eftir að skora á árinu 2014 og hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu tíu leikjum.

„Þetta er óheppilegt því á æfingum skorar hann úr öllum stöðum,“ sagði JanVertonghen eftir leikinn gegn Dnipro í Evrópudeildinni í vikunni þar sem Soldado brenndi af algjöru dauðafæri.

„Hann mun byrja skora bráðlega og þegar það gerist mun hann ekki geta hætt að skora. Ég vona sá dagur komi bráðlega.“

„Roberto er skynsamur strákur og það er enginn sem vill skora meira en hann. Hann æfir mikið aukalega. Það var erfitt fyrir Roberto að klúðra þessu færi en ég veit að hann kemur til baka,“ sagði Jan Vertonghen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×