Januzaj fær betur borgað en Ronaldo og Messi á sama aldri Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2014 12:30 Adnan Januzaj fór illa með leikmenn Hull á Old Trafford í gærkvöldi. Vísir/Getty Dirk De Vriese, umboðsmaður AdnansJanuzaj, leikmanns Manchester United, segir í viðtali við belgíska dagblaðið Voetbal Magazine í dag að Paris Saint-Germain hafi reynt að fá piltinn unga áður en hann skrifaði undir nýjan langtíma samning við Manchester United. Samningaviðræður United við Januzaj hófust í október eftir að þessi 19 ára gamli piltur hafði slegið í gegn í fyrstu leikjum sínum með liðinu og meðal annars tryggt því ótrúlegan 2-1 sigur á útivelli gegn Sunderland með tveimur mörkum. Hefði Januzaj ekki samið við United átti samningur hans við félagið að renna út í sumar og hefði þá hvaða lið sem er getað fengið hann fyrir smá uppeldisbætur sem yrðu greiddar til United. En Belginn samdi við Manchester United til fimm ára og fær nú betur borgað en tveir bestu knattspyrnumenn heims fengu á sama tíma á hans aldri. „Eina sem ég get sagt er að hann er best launaði ungi leikmaður heims í dag. Hann fær meira borgað en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi þegar þeir voru 19 ára. Það skiptir miklu máli og ég er stoltur af því,“ segir Dirk De Vriese. Það eru samt ekki peningarnir sem Januzaj er að leitast eftir. Hann ákvað að vera áfram hjá United fótboltans vegna, segir umboðsmaður hans, en Belganum buðust mun hærri laun annarsstaðar. „Við hefðum getað beðið lengur með að semja og virkilega séð hversu mikið United vildi halda honum og hvaða önnur lið höfðu áhuga. Öll stórliðin voru að banka á dyrnar, sérstaklega PSG. Fimm mínútum áður en við skrifuðum undir nýja samninginn hringdi einn ráðgjafi katarska formannsins og bauð fáránlega samning,“ segir Dirk De Vriese. Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Dirk De Vriese, umboðsmaður AdnansJanuzaj, leikmanns Manchester United, segir í viðtali við belgíska dagblaðið Voetbal Magazine í dag að Paris Saint-Germain hafi reynt að fá piltinn unga áður en hann skrifaði undir nýjan langtíma samning við Manchester United. Samningaviðræður United við Januzaj hófust í október eftir að þessi 19 ára gamli piltur hafði slegið í gegn í fyrstu leikjum sínum með liðinu og meðal annars tryggt því ótrúlegan 2-1 sigur á útivelli gegn Sunderland með tveimur mörkum. Hefði Januzaj ekki samið við United átti samningur hans við félagið að renna út í sumar og hefði þá hvaða lið sem er getað fengið hann fyrir smá uppeldisbætur sem yrðu greiddar til United. En Belginn samdi við Manchester United til fimm ára og fær nú betur borgað en tveir bestu knattspyrnumenn heims fengu á sama tíma á hans aldri. „Eina sem ég get sagt er að hann er best launaði ungi leikmaður heims í dag. Hann fær meira borgað en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi þegar þeir voru 19 ára. Það skiptir miklu máli og ég er stoltur af því,“ segir Dirk De Vriese. Það eru samt ekki peningarnir sem Januzaj er að leitast eftir. Hann ákvað að vera áfram hjá United fótboltans vegna, segir umboðsmaður hans, en Belganum buðust mun hærri laun annarsstaðar. „Við hefðum getað beðið lengur með að semja og virkilega séð hversu mikið United vildi halda honum og hvaða önnur lið höfðu áhuga. Öll stórliðin voru að banka á dyrnar, sérstaklega PSG. Fimm mínútum áður en við skrifuðum undir nýja samninginn hringdi einn ráðgjafi katarska formannsins og bauð fáránlega samning,“ segir Dirk De Vriese.
Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira