Innlent

Grímuklæddur maður rændi pylsuvagn

Lögreglu grunaði ákveðinn mann og var sá handtekinn á heimili sínu, skammt frá pylsuvagninum.
Lögreglu grunaði ákveðinn mann og var sá handtekinn á heimili sínu, skammt frá pylsuvagninum.
Karlmaður, sem huldi andlit sitt með klúti, rændi pylsuvagn í austurborginni á ellefta tímanum í gærkvöldi. Hann ógnaði 17 ára afgreiðslustúlku, tók peninga úr kassanum og síma stúlkunnar áður en hann hvarf á braut, án þess að vinna stúlkunni mein.

Lögreglu grunaði strax þekktan brotamann og handtók hann á heimili hans þar skammt frá síðar um kvöldið, þar sem hann var í annarlegu ástandi og gistir fangageymslu þar til hann verður yfirheyrður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×