Enska úrvalsdeildarliðið Manchester City á yfir höfði sér háa fjársekt upp á 50 milljónir punda eða jafnvirði 9,4 milljörðum íslenskra króna vegna brot á fjárhagsreglum evrópska knattspyrnusambandsins, hinum svokölluðu „financial fair play“-reglum.
Frá þessu greinir Sky Sports í dag en því er einnig haldið fram að City-liðið megi aðeins skrá 21 leikmann til leiks í Meistaradeildinni næsta vetur í stað 25. Verður liðið því með fjórum færri leikmönnum í hópnum en önnur lið í Meistaradeildinni.
City hefur áfrýjað úrskurði UEFA, að því fram kemur í frétt Sky Sports, og verður málið nú tekið fyrir af sérstakri nefnd. Ákvörðun hennar verður endanleg. Búist er við ákvörðun liggi fyrir seint í þessari viku eða í byrjun þeirrar næstu.
Félagið fær líklega að greiða sektina niður á þremur árum en erfiðast verður líklega að notast aðeins við 21 leikmann í Meistaradeildinni þar sem átta þeirra þurfa að koma upp í gegnum unglingastarf City.
Manchester City mögulega sektað um 9,4 milljarða
Tómas Þór Þórðarson skrifar
