Enski boltinn

Ferdinand óttast að láta sjá sig meðal stuðningsmanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Rio Ferdinand segist helst ekki fara út úr húsi eftir tapleiki með Manchester United.

United tapaði í vikunni fyrir grönnum sínum í Manchester City, 3-0, en Ferdinand var ekki upp á sitt besta í leiknum líkt og margir aðrir leikmenn United.

Tímabilið hefur verið erfitt fyrir United sem er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og átján stigum á eftir toppliði Chelsea.

„Þetta er vandræðalegt,“ sagði Ferdinand. „Ég vil ekki fara út eftir leiki og maður hættir jafnvel að horfa á sjónvarpið.“

„Ég vil ekki fara með börnin mín í skólann, setja bensín á bílinn eða fara út í búð. Þetta verður persónulegt ef fólk fer að horfa á mann og tala um leikina og annað slíkt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×