Fótbolti

Tevez rólegur yfir HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Carlos Tevez, leikmaður Juventus, ætlar ekki að stressa sig á því hvort hann verði valinn í landsliðshóp Argentínu fyrir HM í Brasilíu í sumar.

Tevez hefur ekki spilað með landsliðinu síðan Alejandro Sabella var ráðinn landsliðsþjálfari árið 2011. Lionel Messi, Gonzalo Higuain, Ezequiel Lavezzi og Sergio Agüero eru allir ofar í goggunarröðinni.

Tevez er markahæsti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar með nítján mörk en afar líklegt er að Juventus verji meistaratitil sinn í vor.

„Ég sinni minni vinnu á vellinum og það er svo undir Sabella komið hvort ég fari á HM eða ekki - ekki mér,“ sagði Tevez við fjölmiðla ytra.

„Það er ekki undir mér komið að hringja í hann. Ef ég verð ekki valinn fer ég á ströndina með fjölskyldu minni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×