Sagður bera út boðskap um hvernig beita eigi konur ofbeldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2014 11:31 Julien Blanc er afar umdeildur. Julien Blanc er Bandaríkjamaður sem ferðast um heiminn og kallar sig „stefnumótaþjálfara“. Hann heldur námskeið og fyrirlestra þar sem hann veitir karlmönnum ráð um hvernig þeir geta náð sér í konu. Blanc er afar umdeildur vegna þeirra aðferða sem hann boðar að séu áhrifaríkar til þess en í stuttu máli byggjast þær á að beita konur kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Blanc starfar á vegum fyrirtækis sem heitir Real Social Dynamics. Fyrirtækið er með fjölda „stefnumótaþjálfara“ á sínum snærum sem fara víða um og halda fyrirlestra og námskeið. Samkvæmt heimasíðu Real Social Dynamics er áætlað að halda námskeið hér á Íslandi næsta sumar og því spurning hvort að hinn umdeildi Blanc komi til landsins. Blanc átti fyrir um tveimur vikum síðan að halda fyrirlestra og námskeið í Ástralíu. Hann ætlaði að vera í landinu þar til í desember en dvöl hans styttist í annan endann vegna mikilla mótmæla og undirskriftasöfnunar gegn honum og boðskap hans. Innanríkisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, dró vegabréfsáritun Blanc til baka og sagði af því tilefni: „Þessi maður var ekki að breiða út pólitískan boðskap, heldur var hann að kenna hvernig beita má konur ofbeldi og koma fram við þær af vanvirðingu. Það er ekki eitthvað sem við hér í þessu landi viljum hafa í hávegum.“ Settar hafa verið í gang undirskriftasafnanir í öðrum löndum gegn fyrirhuguðum námskeiðum og fyrirlestrum Blanc. Þar á meðal eru Kanada, Bretland og Japan.Myndin sem Julien Blanc birti á Instagram og Twitter en hefur nú fjarlægt.Gátlisti um hvernig á að halda í konu Blanc hefur verið afar virkur á samfélagsmiðlum á borð við Twitter, Instagram og Youtube en Twitter-reikningur hans er nú lokaður auk þess sem myndband sem hann setti á Youtube um hvernig ætti að ná sér í konu í Tókýó hefur verið eytt. Í því myndbandi sagði Blanc til dæmis: „Ef þú ert hvítur maður í Tókýó, þá máttu gera hvað sem þú vilt. Ég er labba bara þar um, gríp um höfuðið á einhverjum stelpum, [...] og ýtti þeim í klofið á mér.“ Á meðal þess sem Blanc birti svo á Twitter var mynd sem notuð var til að vinna gegn heimilisofbeldi. Myndina má sjá hér til hliðar en Blanc sagði að hún gæti allt eins verið gátlisti fyrir fylgjendur sína um hvernig halda mætti í konu. Lét hann því fylgja með „hashtaggið“ #Howtomakeherstay. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Julien Blanc er Bandaríkjamaður sem ferðast um heiminn og kallar sig „stefnumótaþjálfara“. Hann heldur námskeið og fyrirlestra þar sem hann veitir karlmönnum ráð um hvernig þeir geta náð sér í konu. Blanc er afar umdeildur vegna þeirra aðferða sem hann boðar að séu áhrifaríkar til þess en í stuttu máli byggjast þær á að beita konur kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Blanc starfar á vegum fyrirtækis sem heitir Real Social Dynamics. Fyrirtækið er með fjölda „stefnumótaþjálfara“ á sínum snærum sem fara víða um og halda fyrirlestra og námskeið. Samkvæmt heimasíðu Real Social Dynamics er áætlað að halda námskeið hér á Íslandi næsta sumar og því spurning hvort að hinn umdeildi Blanc komi til landsins. Blanc átti fyrir um tveimur vikum síðan að halda fyrirlestra og námskeið í Ástralíu. Hann ætlaði að vera í landinu þar til í desember en dvöl hans styttist í annan endann vegna mikilla mótmæla og undirskriftasöfnunar gegn honum og boðskap hans. Innanríkisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, dró vegabréfsáritun Blanc til baka og sagði af því tilefni: „Þessi maður var ekki að breiða út pólitískan boðskap, heldur var hann að kenna hvernig beita má konur ofbeldi og koma fram við þær af vanvirðingu. Það er ekki eitthvað sem við hér í þessu landi viljum hafa í hávegum.“ Settar hafa verið í gang undirskriftasafnanir í öðrum löndum gegn fyrirhuguðum námskeiðum og fyrirlestrum Blanc. Þar á meðal eru Kanada, Bretland og Japan.Myndin sem Julien Blanc birti á Instagram og Twitter en hefur nú fjarlægt.Gátlisti um hvernig á að halda í konu Blanc hefur verið afar virkur á samfélagsmiðlum á borð við Twitter, Instagram og Youtube en Twitter-reikningur hans er nú lokaður auk þess sem myndband sem hann setti á Youtube um hvernig ætti að ná sér í konu í Tókýó hefur verið eytt. Í því myndbandi sagði Blanc til dæmis: „Ef þú ert hvítur maður í Tókýó, þá máttu gera hvað sem þú vilt. Ég er labba bara þar um, gríp um höfuðið á einhverjum stelpum, [...] og ýtti þeim í klofið á mér.“ Á meðal þess sem Blanc birti svo á Twitter var mynd sem notuð var til að vinna gegn heimilisofbeldi. Myndina má sjá hér til hliðar en Blanc sagði að hún gæti allt eins verið gátlisti fyrir fylgjendur sína um hvernig halda mætti í konu. Lét hann því fylgja með „hashtaggið“ #Howtomakeherstay.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“