Óskar eftir leikurum með mónólóga Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. júlí 2014 11:30 Katla Rut Pétursdóttir: "Ef þetta gengur upp og fólk vill taka þátt í þessu er meiningin að hafa svona kvöld reglulega í vetur.“ Vísir/GVA Við erum að auglýsa eftir listamönnum sem vilja koma og flytja mónólóg í stóra sal Tjarnarbíós þann 17. júlí,“ segir Katla Rut Pétursdóttir leikkona sem átti hugmyndina að uppákomunni og hefur umsjón með henni. „Listformið er mjög opið, textinn getur verið frumsaminn, klassískur mónólóg úr heimsbókmenntunum, unninn upp úr minningargrein, frétt, bílnúmeraplötum eða bara hverju sem fólki dettur í hug,“ bætir hún við. Það er þó ekki skilyrði að fólk treysti sér til að flytja textann sjálft heldur munu Katla og samstarfskona hennar, Halldóra Markúsdóttir, aðstoða textahöfunda við að komast í samband við leikara til að flytja mónólóginn sé þess óskað. „Það er svo mikið af skúffuskrifurum sem dreymir kannski um að sjá verkin sín lifna við þótt þau vilji kannski ekki flytja þau sjálf.“ Hámarkslengd hvers mónólógs er tíu mínútur en Katla segir hverjum og einum í sjálfsvald sett hvernig sá tími er nýttur. „Þetta geta verið fimm örmónólógar, einn langur eða þess vegna bara þögn og tvö orð. Það er algjörlega frjálst.“ Katla segir hugmyndina að baki verkefninu vera þá að efla samstarf leikara og koma þeim í kynni hverjum við annan. „Það hefur alveg vantað stað þar sem við getum komið saman, æft okkur, fengið uppbyggilega gagnrýni og verið örugg,“ segir hún. „Dansarar eru með dansverkstæði þar sem þeir hittast reglulega og miðla reynslu sinni og okkur langaði að koma upp þannig aðstöðu fyrir leikara. Ef þetta gengur upp og fólk vill taka þátt í þessu er meiningin að hafa svona kvöld reglulega í vetur.“ Umsóknir um þátttöku skulu sendar á netfangið tjarnarbio@gmail.com fyrir 10. júlí. Tilgreina þarf í umsókninni lengd verks og hvaða leikmuna eða aðstoðar viðkomandi þarfnast. Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Við erum að auglýsa eftir listamönnum sem vilja koma og flytja mónólóg í stóra sal Tjarnarbíós þann 17. júlí,“ segir Katla Rut Pétursdóttir leikkona sem átti hugmyndina að uppákomunni og hefur umsjón með henni. „Listformið er mjög opið, textinn getur verið frumsaminn, klassískur mónólóg úr heimsbókmenntunum, unninn upp úr minningargrein, frétt, bílnúmeraplötum eða bara hverju sem fólki dettur í hug,“ bætir hún við. Það er þó ekki skilyrði að fólk treysti sér til að flytja textann sjálft heldur munu Katla og samstarfskona hennar, Halldóra Markúsdóttir, aðstoða textahöfunda við að komast í samband við leikara til að flytja mónólóginn sé þess óskað. „Það er svo mikið af skúffuskrifurum sem dreymir kannski um að sjá verkin sín lifna við þótt þau vilji kannski ekki flytja þau sjálf.“ Hámarkslengd hvers mónólógs er tíu mínútur en Katla segir hverjum og einum í sjálfsvald sett hvernig sá tími er nýttur. „Þetta geta verið fimm örmónólógar, einn langur eða þess vegna bara þögn og tvö orð. Það er algjörlega frjálst.“ Katla segir hugmyndina að baki verkefninu vera þá að efla samstarf leikara og koma þeim í kynni hverjum við annan. „Það hefur alveg vantað stað þar sem við getum komið saman, æft okkur, fengið uppbyggilega gagnrýni og verið örugg,“ segir hún. „Dansarar eru með dansverkstæði þar sem þeir hittast reglulega og miðla reynslu sinni og okkur langaði að koma upp þannig aðstöðu fyrir leikara. Ef þetta gengur upp og fólk vill taka þátt í þessu er meiningin að hafa svona kvöld reglulega í vetur.“ Umsóknir um þátttöku skulu sendar á netfangið tjarnarbio@gmail.com fyrir 10. júlí. Tilgreina þarf í umsókninni lengd verks og hvaða leikmuna eða aðstoðar viðkomandi þarfnast.
Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira