Frekar lukkuleg með lífið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. apríl 2014 12:00 "Mér finnst þetta gríðarlegur heiður og mikil viðurkenning á starfi mínu sem þýðanda,“ segir Ingunn Ásdísardóttir sem í gær hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin. Vísir/GVA Þetta er náttúrulega afskaplega góð tilfinning,“ segir Ingunn Ásdísardóttir þýðandi spurð hvernig henni líði eftir úthlutun Íslensku þýðingaverðlaunanna sem Bandalag þýðenda og túlka hefur veitt árlega síðan 2005. „Ég er eiginlega furðanlega róleg, en mér finnst þetta gríðarlegur heiður og mikil viðurkenning á starfi mínu sem þýðanda. Mér finnst líka afskaplega skemmtilegt að það skuli vera ný bók frá nágrönnum okkar Færeyingum sem hlýtur þessi verðlaun.“ Ingunn segir verðlaunin hafa komið sér dulítið á óvart þar sem hin verkin sem tilnefnd voru séu slík bókmenntaleg stórvirki. „Það eru þarna gríðarlega flott verk, Tranströmer, Heródótus og Faulkner, sem allt eru klassísk verk. Oft hafa þessi verðlaun fallið í hlut þýðenda klassískra verka, sem er vel, en það er náttúrulega líka mjög nauðsynlegt að þýða samtímabókmenntir og mér finnst ekkert leiðinlegt að vera komin í hóp með Gyrði Elíassyni, Kristjáni Árnasyni og Ingibjörgu Haraldsdóttur, svo ég nefni nokkur dæmi um fólk sem hlotið hefur verðlaunin á undan mér. Það er ekki slæmur hópur að vera í.“ Dagurinn í gær var merkilegur í lífi Ingunnar fyrir tvennar sakir, því auk þess að veita þýðingarverðlaununum viðtöku skilaði hún af sér nýjustu þýðingu sinni, sem jafnframt verður hennar síðasta í bili. „Já, ég var að skila af mér þýðingu á skáldsögu eftir dönsku skáldkonuna Naja Marie Aidt. Áður hafði ég þýtt eftir hana smásagnasafnið Bavíana, sem hún hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir, en þetta er hennar fyrsta skáldsaga og alveg mögnuð bók. Þannig að þetta er tvöfaldur hátíðisdagur hjá mér.“ Spurð hvort fleiri þýðingar séu á döfinni segir Ingunn svo ekki vera í bráð þar sem hún hafi nýverið hlotið Rannís-styrk til að ljúka við doktorsverkefni sitt sem fjallar um norræna goðafræði. „Það er næsta mál á dagskrá að ráðast í að klára doktorsrannsóknina, sem ég hlakka mikið til, svo ég er bara frekar lukkuleg með lífið núna,“ segir verðlaunaþýðandinn. Menning Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Þetta er náttúrulega afskaplega góð tilfinning,“ segir Ingunn Ásdísardóttir þýðandi spurð hvernig henni líði eftir úthlutun Íslensku þýðingaverðlaunanna sem Bandalag þýðenda og túlka hefur veitt árlega síðan 2005. „Ég er eiginlega furðanlega róleg, en mér finnst þetta gríðarlegur heiður og mikil viðurkenning á starfi mínu sem þýðanda. Mér finnst líka afskaplega skemmtilegt að það skuli vera ný bók frá nágrönnum okkar Færeyingum sem hlýtur þessi verðlaun.“ Ingunn segir verðlaunin hafa komið sér dulítið á óvart þar sem hin verkin sem tilnefnd voru séu slík bókmenntaleg stórvirki. „Það eru þarna gríðarlega flott verk, Tranströmer, Heródótus og Faulkner, sem allt eru klassísk verk. Oft hafa þessi verðlaun fallið í hlut þýðenda klassískra verka, sem er vel, en það er náttúrulega líka mjög nauðsynlegt að þýða samtímabókmenntir og mér finnst ekkert leiðinlegt að vera komin í hóp með Gyrði Elíassyni, Kristjáni Árnasyni og Ingibjörgu Haraldsdóttur, svo ég nefni nokkur dæmi um fólk sem hlotið hefur verðlaunin á undan mér. Það er ekki slæmur hópur að vera í.“ Dagurinn í gær var merkilegur í lífi Ingunnar fyrir tvennar sakir, því auk þess að veita þýðingarverðlaununum viðtöku skilaði hún af sér nýjustu þýðingu sinni, sem jafnframt verður hennar síðasta í bili. „Já, ég var að skila af mér þýðingu á skáldsögu eftir dönsku skáldkonuna Naja Marie Aidt. Áður hafði ég þýtt eftir hana smásagnasafnið Bavíana, sem hún hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir, en þetta er hennar fyrsta skáldsaga og alveg mögnuð bók. Þannig að þetta er tvöfaldur hátíðisdagur hjá mér.“ Spurð hvort fleiri þýðingar séu á döfinni segir Ingunn svo ekki vera í bráð þar sem hún hafi nýverið hlotið Rannís-styrk til að ljúka við doktorsverkefni sitt sem fjallar um norræna goðafræði. „Það er næsta mál á dagskrá að ráðast í að klára doktorsrannsóknina, sem ég hlakka mikið til, svo ég er bara frekar lukkuleg með lífið núna,“ segir verðlaunaþýðandinn.
Menning Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“