Frekar lukkuleg með lífið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. apríl 2014 12:00 "Mér finnst þetta gríðarlegur heiður og mikil viðurkenning á starfi mínu sem þýðanda,“ segir Ingunn Ásdísardóttir sem í gær hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin. Vísir/GVA Þetta er náttúrulega afskaplega góð tilfinning,“ segir Ingunn Ásdísardóttir þýðandi spurð hvernig henni líði eftir úthlutun Íslensku þýðingaverðlaunanna sem Bandalag þýðenda og túlka hefur veitt árlega síðan 2005. „Ég er eiginlega furðanlega róleg, en mér finnst þetta gríðarlegur heiður og mikil viðurkenning á starfi mínu sem þýðanda. Mér finnst líka afskaplega skemmtilegt að það skuli vera ný bók frá nágrönnum okkar Færeyingum sem hlýtur þessi verðlaun.“ Ingunn segir verðlaunin hafa komið sér dulítið á óvart þar sem hin verkin sem tilnefnd voru séu slík bókmenntaleg stórvirki. „Það eru þarna gríðarlega flott verk, Tranströmer, Heródótus og Faulkner, sem allt eru klassísk verk. Oft hafa þessi verðlaun fallið í hlut þýðenda klassískra verka, sem er vel, en það er náttúrulega líka mjög nauðsynlegt að þýða samtímabókmenntir og mér finnst ekkert leiðinlegt að vera komin í hóp með Gyrði Elíassyni, Kristjáni Árnasyni og Ingibjörgu Haraldsdóttur, svo ég nefni nokkur dæmi um fólk sem hlotið hefur verðlaunin á undan mér. Það er ekki slæmur hópur að vera í.“ Dagurinn í gær var merkilegur í lífi Ingunnar fyrir tvennar sakir, því auk þess að veita þýðingarverðlaununum viðtöku skilaði hún af sér nýjustu þýðingu sinni, sem jafnframt verður hennar síðasta í bili. „Já, ég var að skila af mér þýðingu á skáldsögu eftir dönsku skáldkonuna Naja Marie Aidt. Áður hafði ég þýtt eftir hana smásagnasafnið Bavíana, sem hún hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir, en þetta er hennar fyrsta skáldsaga og alveg mögnuð bók. Þannig að þetta er tvöfaldur hátíðisdagur hjá mér.“ Spurð hvort fleiri þýðingar séu á döfinni segir Ingunn svo ekki vera í bráð þar sem hún hafi nýverið hlotið Rannís-styrk til að ljúka við doktorsverkefni sitt sem fjallar um norræna goðafræði. „Það er næsta mál á dagskrá að ráðast í að klára doktorsrannsóknina, sem ég hlakka mikið til, svo ég er bara frekar lukkuleg með lífið núna,“ segir verðlaunaþýðandinn. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þetta er náttúrulega afskaplega góð tilfinning,“ segir Ingunn Ásdísardóttir þýðandi spurð hvernig henni líði eftir úthlutun Íslensku þýðingaverðlaunanna sem Bandalag þýðenda og túlka hefur veitt árlega síðan 2005. „Ég er eiginlega furðanlega róleg, en mér finnst þetta gríðarlegur heiður og mikil viðurkenning á starfi mínu sem þýðanda. Mér finnst líka afskaplega skemmtilegt að það skuli vera ný bók frá nágrönnum okkar Færeyingum sem hlýtur þessi verðlaun.“ Ingunn segir verðlaunin hafa komið sér dulítið á óvart þar sem hin verkin sem tilnefnd voru séu slík bókmenntaleg stórvirki. „Það eru þarna gríðarlega flott verk, Tranströmer, Heródótus og Faulkner, sem allt eru klassísk verk. Oft hafa þessi verðlaun fallið í hlut þýðenda klassískra verka, sem er vel, en það er náttúrulega líka mjög nauðsynlegt að þýða samtímabókmenntir og mér finnst ekkert leiðinlegt að vera komin í hóp með Gyrði Elíassyni, Kristjáni Árnasyni og Ingibjörgu Haraldsdóttur, svo ég nefni nokkur dæmi um fólk sem hlotið hefur verðlaunin á undan mér. Það er ekki slæmur hópur að vera í.“ Dagurinn í gær var merkilegur í lífi Ingunnar fyrir tvennar sakir, því auk þess að veita þýðingarverðlaununum viðtöku skilaði hún af sér nýjustu þýðingu sinni, sem jafnframt verður hennar síðasta í bili. „Já, ég var að skila af mér þýðingu á skáldsögu eftir dönsku skáldkonuna Naja Marie Aidt. Áður hafði ég þýtt eftir hana smásagnasafnið Bavíana, sem hún hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir, en þetta er hennar fyrsta skáldsaga og alveg mögnuð bók. Þannig að þetta er tvöfaldur hátíðisdagur hjá mér.“ Spurð hvort fleiri þýðingar séu á döfinni segir Ingunn svo ekki vera í bráð þar sem hún hafi nýverið hlotið Rannís-styrk til að ljúka við doktorsverkefni sitt sem fjallar um norræna goðafræði. „Það er næsta mál á dagskrá að ráðast í að klára doktorsrannsóknina, sem ég hlakka mikið til, svo ég er bara frekar lukkuleg með lífið núna,“ segir verðlaunaþýðandinn.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira