Enski boltinn

Mourinho vill að Fulham haldi sér í deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Vísir/Getty
Jose Mourinho og lærisveinar hans í Chelsea eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og mæta í dag neðsta liðinu í deildinni þegar þeir heimsækja nágranna sína í Fulham.

Fulham er fjórum stigum frá öruggu sæti en portúgalski stjórinn yrði ekkert alltaf og svekktur þótt þeir kræktu í stig á móti Chelsea ef marka má ummæli hans á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Ég myndi alveg sætta mig við tap ef það hjálpaði Fulham að halda sér í deildinni og við myndum síðan vinna tíu í röð og tryggja okkur titilinn," sagði Jose Mourinho í léttum tón á blaðamannfundi fyrir leikinn.

„Ég vil að liðin frá London haldi sér í deildinni. Ég hef tilfinningatengsl við Fulham sem eru nágrannar okkar og erkifjendur. Erkifjendur þurfa á hvorum öðrum að halda. Vonandi tekst þeim að halda sæti sínu í deildinni en við ætlum samt að reyna að vinna þá," sagði Mourinho.

Mourinho notaði einnig tækifærið og gagnrýndi leikjaskipulagið en hann sagði frá því að lið hans hafi ekkert náð að æfa síðan að það kom heim frá Meistaradeildarleiknum á móti tyrkneska liðinu Galatasaray.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×