Fótbolti

Guðbjörg hélt hreinu og Potsdam komst á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Guðbjörg Gunnarsdóttir. Vísir/Valli
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir og félagar hennar í þýska liðunu 1. FFC Turbine Potsdam unnu 2-0 útisigur á FF USV Jena í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en sigurinn skilaði liðinu toppsætinu í deildinni.

Guðbjörg var þarna að spila sinn annan deildarleik með þýska liðinu og náði nú að halda marki sínu hreinu í fyrsta sinn. Julia Simic og Genoveva Anonma skoruðu mörk Turbine Potsdam í sitthvorum hálfleiknum.

Turbine Potsdam komst í toppsæti deildarinnar með þessum sigri en lið FFC Frankfurt er tveimur stigum á eftir og á auk þess leik inni um helgina.

Turbine Potsdam hefur unnið tvo fyrstu leiki sína með Guðbjörgu í markinu en um síðustu helgi vann liðið 2-1 útisigur á Bayern München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×