Enski boltinn

Andre Schurrle með þrennu og Chelsea jók forskotið á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andre Schurrle fagnar marki.
Andre Schurrle fagnar marki. Vísir/Getty
Þjóðverjinn Andre Schurrle skoraði þrennu fyrir Chelsea í 3-1 sigri liðsins á botnliði Fulham á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Andre Schurrle skoraði öll þrjú mörkin sín á síðustu 40 mínútum leiksins en þessi sigur þýðir að Chelsea er komið með fjögurra stiga forskot á toppnum því Arsenal tapaði á sama tíma á móti Stoke City.

Andre Schurrle var bara búinn að skora samtals 3 mörk í fyrstu 19 deildarleikjum sínum með Chelsea en hann tvöfaldaði markafjölda sinn í dag.

Schurrle skoraði fyrsta markið á 52. mínútu eftir stungusendingu frá Eden Hazard og Hazard lagði einnig upp annað mark Schurrle sem kom þrettán mínútum síðar.

Schurrle innsiglaði síðan þrennuna með sínu þriðja marki á aðeins sautján mínútum þegar hann skoraði á 69. mínútu eftir sendingu frá Fernando Torres.

Jonny Heitinga minnkaði muninn fyrir Fulham í lokin en staða liðsins er slæm á botni ensku úrvalsdeildarinnar.

Andre Schurrle kemur Chelsea í 1-0.Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×