Innlent

Kíverska lögreglan bjargar 382 börnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/GETTY
382 börnum var í dag bjargað úr höndum mannræningja í Kína sem hugðust selja þau.

Lögreglan komst á snoðir um börnin á fjórum sem ættleiðingarsíðum á netinu sem reyndust vera dulbúnar markaðstorg með ungbörn.

Á annað þúsund manns hafa verið handteknir í rassíu lögreglunnar sem liður í því að uppræta barnasöluhringi í landinu.

Sala á ungbörnum er mikið vandamál í Kína sem meðal annars er rakið til strangra barneignalaga í landinu.

Um 118 strákar eru fæddir í landinu fyrir hverjar 100 stelpur og hefur þetta ójafnvægi verið sem olía á eld barnasöluhringja í Kína.

Meira um málið á vef Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×