Lífið

Vio sigurvegarar Músíktilrauna

Baldvin Þormóðsson skrifar
Sáttir með sigurinn.
Sáttir með sigurinn.
Það var mosfellska hljómsveitin Vio sem stóð uppi sem sigurvegari á úrslitakvöldi Músíktilrauna á sunnudaginn.

Alls spiluðu tíu hljómsveitir til úrslita fyrir fullu húsi í Norðurljósasal Hörpu.



Magnús Thorlacius
, söngvari Vio var valinn söngvari Músíktilrauna en ásamt Magnúsi skipa hljómsveitina Páll Cecil Sævarsson, trommuleikari og Kári Guðmundsson, bassaleikari.

Hljómsveitin Lucy in Blue hafnaði í öðru sæti og í þriðja sæti hafnaði hljómsveitin Conflictions. Hljómsveit fólksins var valin með símakosningu og var það hljómsveitin Milkhouse sem hlaut þau verðlaun.

Fjöldi annarra verðlauna voru einnig veitt á úrslitakvöldinu:

Gítarleikari Músíktilrauna: Steinþór Bjarni Gíslason (Lucy in Blue)

Bassaleikari Músíktilrauna: Björn Heimir Önundarson (Captain Syrup)

Hljómborðsleikari Músíktilrauna: Arnaldur Ingi Jónsson (Lucy in Blue)

Trommuleikari Músíktilrauna: Leifur Örn Kaldal Eiríksson (Conflictions)

Blástursleikari Músíktilrauna: Björn Kristinsson (Undir Eins, saxafónn)

Rafheili Músíktilrauna: Síbylja

Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku: Guðmundur Ásgeir Guðmundsson (Karmelaði)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.