Missir leyfi fyrir póstkassa jólasveinanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. apríl 2014 07:00 Í miðri göngugötunni á Akureyri er póstkassi jólasveinanna að renna sitt skeið á enda eftir eins árs stöðuleyfi. Mynd/Úr einkasafni „Það er talað um að sækja fram í alls konar ferðaþjónustu en þegar menn eru með góðar hugmyndir þá ganga þeir bara á veggi,“ segir Guðmundur R. Lúðvíksson, sem skikkaður hefur verið til að fjarlægja póstkassa jólasveinanna úr göngugötunni á Akureyri. Guðmundur setti póstkassa jólasveinanna upp á göngugötunni fyrir ári. Viðlíka póstkassi er við Litlu jólabúðina á Laugavegi og kassi var einnig í stuttan tíma í Leifsstöð.Ferðamenn opna sig í bréfum til íslensku jólasveinanna og fá kveðjur og gjafir til baka.Mynd/Úr einkasafniTrúa jólasveinunum fyrir skilnuðum og ástarævintýrum Póstkassarnir virka þannig að keypt eru sérstök kort á um 1.500 krónur sem fyllt eru út með nöfnum barna og óskum til jólasveinsins og síðan sett í póstkassana. Guðmundur segir sig og eiginkonu sína síðan svara hverju bréfi samviskulega og láta litla gjöf frá jólasveininum fylgja. „Við fengum á þriðja þúsund bréf í fyrra. Að lesa þau er alveg ótrúlegt. Fólk hrósar landinu mikið og er að opna sig algerlega fyrir jólasveininum. Það segir frá ástarævintýrum og skilnuðum. Ein missti manninn sinn en ákvað samt að koma til Íslands og bað um bréf frá jólasveininum. Þetta er alveg magnað og hugmyndin var að geyma bréfin fyrir bók seinna meir,“ segir Guðmundur.Guðmundur R. Lúðvíksson, eigandi póstkassa jólasveinanna, er vonsvikinn með skilningsleysi í stjórnsýslunni.Mynd/Úr einkasafniUmsjón jólasveinakassans ábótavant Skipulagsnefnd Akureyrar hefur nú hafnað ósk Guðmundar um áframhaldandi leyfi fyrir póstkassa jólasveinanna í göngugötunni. „Skipulagsnefnd telur frágangi og umsjón póstkassans ábótavant,“ segir í afgreiðslu nefndarinnar, sem gefur Guðmundi frest til 1. maí að fjarlægja kassann. Guðmundur segir þetta koma sér spánskt fyrir sjónir. Hann hafi aldrei fengið athugasemdir um póstkassann. Eftir að hann frétti af synjunni hafi sonur hans, sem býr á Akureyri, kannað kassann. „Það kom í ljós að það er ekkert óeðlilegt við kassan. Hann er pikk fastur, og það eina sem á honum sést er að það hefur verið aðeins krotað á hann á einum stað,“ segir Gyðmundur sem telur rökstuðning Akureyrarbæjar ekki standast. „Við reyndum líka að fá leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera með einn kassa en það var eins og að tala við karlinn í tunglinu. Það speglast í þessari afgreiðslu á Akureyri,“ segir Guðmundur sem kveður atvinnuveg geta falist í að svara bréfum til jólasveinsins. „Það er skemmtilegt að fólk geti sest niður og skrifað bréf til jólasveinsins og fengið svo kveðju og litla gjöf fyrir jólin kannski sjö mánuðum síðar.jólasveininum.“ Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
„Það er talað um að sækja fram í alls konar ferðaþjónustu en þegar menn eru með góðar hugmyndir þá ganga þeir bara á veggi,“ segir Guðmundur R. Lúðvíksson, sem skikkaður hefur verið til að fjarlægja póstkassa jólasveinanna úr göngugötunni á Akureyri. Guðmundur setti póstkassa jólasveinanna upp á göngugötunni fyrir ári. Viðlíka póstkassi er við Litlu jólabúðina á Laugavegi og kassi var einnig í stuttan tíma í Leifsstöð.Ferðamenn opna sig í bréfum til íslensku jólasveinanna og fá kveðjur og gjafir til baka.Mynd/Úr einkasafniTrúa jólasveinunum fyrir skilnuðum og ástarævintýrum Póstkassarnir virka þannig að keypt eru sérstök kort á um 1.500 krónur sem fyllt eru út með nöfnum barna og óskum til jólasveinsins og síðan sett í póstkassana. Guðmundur segir sig og eiginkonu sína síðan svara hverju bréfi samviskulega og láta litla gjöf frá jólasveininum fylgja. „Við fengum á þriðja þúsund bréf í fyrra. Að lesa þau er alveg ótrúlegt. Fólk hrósar landinu mikið og er að opna sig algerlega fyrir jólasveininum. Það segir frá ástarævintýrum og skilnuðum. Ein missti manninn sinn en ákvað samt að koma til Íslands og bað um bréf frá jólasveininum. Þetta er alveg magnað og hugmyndin var að geyma bréfin fyrir bók seinna meir,“ segir Guðmundur.Guðmundur R. Lúðvíksson, eigandi póstkassa jólasveinanna, er vonsvikinn með skilningsleysi í stjórnsýslunni.Mynd/Úr einkasafniUmsjón jólasveinakassans ábótavant Skipulagsnefnd Akureyrar hefur nú hafnað ósk Guðmundar um áframhaldandi leyfi fyrir póstkassa jólasveinanna í göngugötunni. „Skipulagsnefnd telur frágangi og umsjón póstkassans ábótavant,“ segir í afgreiðslu nefndarinnar, sem gefur Guðmundi frest til 1. maí að fjarlægja kassann. Guðmundur segir þetta koma sér spánskt fyrir sjónir. Hann hafi aldrei fengið athugasemdir um póstkassann. Eftir að hann frétti af synjunni hafi sonur hans, sem býr á Akureyri, kannað kassann. „Það kom í ljós að það er ekkert óeðlilegt við kassan. Hann er pikk fastur, og það eina sem á honum sést er að það hefur verið aðeins krotað á hann á einum stað,“ segir Gyðmundur sem telur rökstuðning Akureyrarbæjar ekki standast. „Við reyndum líka að fá leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera með einn kassa en það var eins og að tala við karlinn í tunglinu. Það speglast í þessari afgreiðslu á Akureyri,“ segir Guðmundur sem kveður atvinnuveg geta falist í að svara bréfum til jólasveinsins. „Það er skemmtilegt að fólk geti sest niður og skrifað bréf til jólasveinsins og fengið svo kveðju og litla gjöf fyrir jólin kannski sjö mánuðum síðar.jólasveininum.“
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira