Lífið

„Langt frá því að vera of gróft“

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/einkasafn ásdísar
„Ég var að koma heim frá London þar sem ég tók þátt í svokölluðu „SuperShoot“ verkefni með nokkrum enskum selebum fyrir GQ og Top Gear Magazine. Það voru um 20 manna tökulið í kringum tökurnar og þetta tókst allt ljómandi vel, “ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta sem vinnur um þessar mundir að gerð nýrra sjónvarpsþátta sem sýndir verða á Stöð 3 í sumar.

„Hér er ég með Jon Campling leikara úr Harry Potter,“ úskýrir Ásdís en sjá má myndbrot með leikaranum hér neðst í grein.

Urðum að hafa smá undirfatatöku með 

„Stöð 3 fylgdi mér eftir í tökunum, sem voru bæði „high fashion“ og svo auðvitað urðum við að hafa smá undirfatatöku með í lokin.  Þetta kemur svo til með að vera sýnt í þáttunum hjá mér fljótlega. Myndinar eru allar teknar á síma bak við tjöldin og þess má geta að þessi undirfatamynd af mér var tekin á síma meðan á tökunum stóð,“ segir Ásdís.



„Hérna stilltum við okkur upp. Þarna er Chloe Jasmine úr sjónvarpsþáttunum THE FACE sem Naomi Campel stýrir og Gina Rio sem var í breska Big Brother sjónvarpsþættinum.“

Símamynd/einkasafn Ásdísar
Settlegur þokki

Þegar talið berst að myndinni hér að ofan sem tekin var á Samsung síma svarar Ásdís spurð hvort myndin sé ekki full gróf: „Nei mér finnst þetta langt frá því að vera of gróft, settlegur þokki þarna á ferð.“


Jamie Johnson úr bresku þáttunum The Voice og Ásdís. Sjá má myndskeið með stjörnunni hér neðst.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.